Fundur í stjórn Heilaheilla föstudaginn 4 mars kl. 17. Fjarfundur.
Mætt: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Þórðardóttir og Kristín Árdal, varamenn
Formaður setti fund og auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundarins og/ eða dagskrá. Engar athugasemdir komu fram.
Dagskrá:
- Formaður gefur skýrslu
- Fjármál félagsins:
* Aðkoma fagaðila að málefnum:
– NORDISK AFASIRÅD
– SAFE+SAPE - Aðalfundurinn 26. mars kl.13:00
- Ársreikningarnir
- Útgáfumál.
– Markaðsmenn
- Formaður bauð fundarmenn velkomna.
Málstolsvika stendur yfir hjá Talmeinafræðingum. Heilaheill fékk 1,8 milj. frá Heilbrigðisráðuneytinu vegna málstols vegna slags. Styrkurinn ætlaður Talmeinafræðingum að þjálfa upp hópa eftir slag. Fáum 75% til að byrja með og afganginn eftir 1. sept. eftir að skýrslu um notkun hans hefur verið skilað. Nú er tækifæri að setja þetta málstol í fastari ramma, sérstaklega ef þetta yrði árlegur styrkur. - Fjármál félagsins.
Reikningar í Arion.
0302-13-000192 Grænn vöxtur. 0 kr.
0302-13-110634 Sparisjóðsreikningur. 107.800 kr.
0331-22-001029 Fjárhæða og tímþrep ársvextir 362.204 kr.
0331-26-006194 Sérkjör fyrirtæki. 85.447 kr.
0370-13-006530 Grænn vöxtur. 1.602.224 kr.
Reikningar í Íslandsbanka.
516-26-404 4.145.940 kr.
516-4-765500 50.171 kr.
516-4-765000 0 kr.
516-14-552136 55.188 kr.
516-14-555858. 401kr.
537-14-104007 603 kr - Aðalfundur.
Farið var yfir um framkvæmd aðalfundar. - Ársreikningarnir.
Engar athugasemdir - Útgáfumál.
Engar athugasemdir - Önnur mál.
Vék Þórir tali sínu að SAPE, Stroke Action Plan for Europe. Markmið SAPE eru og kallað hefur verið eftir afstöðu íslenskra stjórnvalda:
°. að fækka heilablóðföllum í Evrópu um 10%;
°. að meðhöndla 90% eða meira af sjúklingum með heilablóðfall í Evrópu á sérstökum slagdeildum (stroke unit).
°. að hafa landsáætlun um heilablóðfall sem nær yfir allar heilbrigðisstofnanir frá sjálfbærni til lífs eftir heilablóðfall;
°. að innleiða að fullu innlendar áætlanir fyrir fjölþátta lýðheilsuaðgerðir til að stuðla að og auðvelda heilbrigðan lífsstíl og að draga úr umhverfisþáttum (þ.m.t. loftmengun), félagslegum og efnahagslegum þáttum sem auka hættu á heilablóðfalli. Í máli formanns kom fram að það væri ekki síst eftirfylgnina sem þyrfti að laga hérlendis.
°. Samstarfsaðilar okkar hér í málefnum SAPE eru Helga Jónsdóttir, Marianne E. Klinke, Þórunn Hanna Halldórsdóttir og Björn Logi Þórarainsson
°. Fram kom að Þórir sendi erindi frá Heilaheill til Landspítala um þessi markmið og gerði tillögu um að settur verði upp samstarfshópur.