Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Kristín Árdal, varastjórn og Sædís Þórðardóttir, varastjórn.
Formaður auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundar eða dagskrá. Engin hreyfði athugasemdum.
- Formaður gefur skýrslu.
Skýrslan fjallaði um fund með Birni Loga Þórarinssyni lyf- og taugalæknir og Dr. Marianne E. Klinke forstöðumanni fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga með fulltrúum Landspítala, Landlæknis og ráðuneyta, um SAPE. - Fjármál félagsins.
Páll Árdal upplýsti að 3,2 miljónir væru nú á reikningi okkar í Arion banka, 1,8 í Íslandsbanka, 0,7 miljónir af því hefðu komið frá Slagorðinu. Rætt um Málstolspeninga og hvort 540 þúsund hefðu skilað sér frá ríkinu/bankanum frá október 2022. Páll athugi það. - Aðalfundur 2024.
Ákveðið var að halda aðalfundinn laugardaginn 24. febrúar kl. 13:00. Fram kom að allir stjórnarmenn gefa kost á sér til áframhaldandi stjórnarstarfa nema Baldur Kristjánsson sem hyggst draga sig í hlé. - Önnur mál.
Rætt um ráðstefnu SAPE í Dublín en öll stjórnin fer á þá ráðstefnu og að félagið legði út fyrir kostnaðinum.Fleira gerðist ekki
Baldur Kristjánsson, ritari