HEILAHEILL fagnar nýjum tón ÖBÍ!

Vetrarstarf HEILAHEILLA er hafið og félagið hélt sinn fyrsta fund laugardaginn 3. september í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengimöguleikum í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, sat fyrir svörum og greindi frá stöðu mála.  Minnti hann á a.m.k. 2 einstaklingar fengju slag á dag og það færi því miður fjölgandi og næði starfsemin yfir allt landið og meginstoðir þess væru í Reykjavík og á Akureyri.  Formaðurinn vakti athygli á starfi ÖBÍ, en þau réttindasamtök, heildarsamtök fatlaðs fólks á Íslandi. Í yfir sextíu ár hafa samtökin barist fyrir samfélagi jöfnuðar og réttlætis þar sem allir einstaklingar njóta mannsæmandi lífskjara og jafnra möguleika til sjálfstæðs lífs og virkrar samfélagslegrar þátttöku, óháð líkamlegu og andlegu atgervi. Fatlað fólk er í öllum fjölskyldum, öllum atvinnugreinum og á öllum skólastigum.  Með reglulegu millibili hafa áherslur og aðferðir ÖBÍ verið endurskoðaðar með tilliti til tíðaranda, stöðu réttinda og þeirra verkefna sem fyrir liggja. Hluti af því er að skoða ásýnd samtakanna og umgjörð. 

Nú er lokið slíkri endurmörkun til næstu ára og merki, útlit og tónn verið endurhönnuð til móts við nýja tíma. Samhliða þessum breytingum hefur nýr vefur ÖBÍ verið opnaður þar sem höfuðáherslan er á aðgengi, notendaupplifun og öfluga miðlun.  Sýndi formaðurinn nýju heimasíðuna og var gerður góður rómur að.  Með nýja merkinu er sleginn upphafstónn nýrrar hugsunar í markaðsefni ÖBÍ sem gengur út á áherslu á hina jákvæðu hluta. Þannig fá neikvæð forskeyti hvíld meðan jákvæða hlutanum er haldið fram. Lögð er áhersla á orkuna, jöfnuðinn, réttindin, meðan ör-, ó- og for- hverfa í bakgrunni. Málið er að útrýma þessum takmarkandi forskeytum, ef ekki eiginlega þá í það minnsta samfélagslega. Krafan er óréttlæti og ójöfnuður og sterkasta vopnið í baráttunni er ósýnileiki.  Þá voru málefni heimsfaraldursins rakin og þar á meðal hver er staða heilablóðfallssjúklinga er eftir hann.  Þar að auki eru yfirstandandi breytingar innan Landspítalans, er gerir það að verkum að mál er varðar SAPE dragast á langinn.  Ennig var rætt með hvaða hætti væri hægt að endurvekja traust almennings á félagsfundum og töldu fundarmenn að það væri hægt með þessum reglulegum fundum félagsins, – fyrsta laugardag hvers mánaðar fram á vor.

    

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur