MÁLSTOL – HAUST 2022

Í september 2022 fer af stað hópur fyrir fólk með málstol á vegum Heilaheilla

Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneytinu og er þróað af hópi talmeinafræðinga.

Hópurinn hittist í húsnæði Heilaheilla að Sigtúni 42 á laugardögum kl.11:00-12:30. NEMA 1. október og 5. nóvember en þá er laugardagsfundur Heilaheilla á þessum tíma.

Fyrsti tíminn er 10. september og síðasti tíminn 26. nóvember, alls 10 skipti.

  • Málstol er eitt af taugaeinkennum sem geta hamlað fólki eftir heilaslag. Málstol verður vegna skaða á málstöðvum heilans.
  • Málstol hefur þau áhrif að einstaklingurinn á erfitt með að finna orð og mynda setningar.
  • Einnig hefur málstol oft áhrif á málskilning og færni til að lesa og skrifa.
  • Markmið Tökum til máls er að gefa fólki með málstol tækifæri til að æfa sig að segja frá og hlusta á aðra í samræðum um ýmis málefni.
  • Tveir talmeinafræðingar stýra hverjum tíma og taka fyrir ákveðið þema í hverri viku. Áhersla er á málnotkun sem nýtist einstaklingnum í hans daglega lífi.
  • Öll fræðsla og verkefni verða aðlöguð að þörfum þátttakenda.

Verð námskeiðs er 10.000 kr – Hámarksfjöldi þátttakenda er 10 manns.

Kynning – Málstolshópar haust 2022

Tökum til máls – Auglýsing

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur