Sjóntruflun og/eða skyntap
Lömun útlima
Andlitslömun
Glatað mál
HEILA-APPIÐ í snjallsímann leiðir almenning í að þekkja helstu ein-kenni áfallsins og bregðast skjótt við. Hikið ekki við að ýta á rauða takkann 112 ef forritið sannfærið ykkur um að þið hafið þessi einkenni og þá verðið þið sótt, hvar sem þið eruð stödd á landinu og tíminn skiptir sköpum upp á varanlegan skaða, – jafnvel dauða!
Þegar ýtt er á rauða takkann gerist þetta:
-
- Snjallsíminn sendir kennitölu notanda sem hann hefur hlaðið inn í tækið til Neyðarlínunar í SMS-skilaboðum um áfallið
- Starfsmenn Neyðarlínunnar staðsetja snjallsímann með nokkurri nákvæmni (GPS), hvar sem hann er og gera björgunaraðilum viðvart, er bregðast skjótt við og upplýsir björgunaraðila um sjúklinginn
- Þyrla, sjúkrabifreiðar, björgunarsveitir gera það sem á þeirra valdi stendur til að koma sjúklingi sem fyrst undi læknishendur, hver sekúnda getur skipt máli og ÞIÐ ERUÐ EKKI AÐ ÓMAKA NEINN, – HEILBRIGÐISKERFIÐ ÆTLAST TIL ÞESS AÐ ÞIÐ GERIÐ ÞETTA, – EKKI FARA SOFA!!
Helstu áhættuþættir heilablóðfallsins sem hægt er að hafa áhrif á eru:
• háþrýstingur
• reykingar
• sykursýki
• hækkað kólesteról
• gáttatif
• kransæðasjúkdómur
• offita
• kyrrseta
• áfengi í óhófi
• misnotkun vímuefna
• streita
- Með því að hugsa vel um heilsuna minnka líkurnar á að fá annað heilablóðfall.
- Ef tveir eða fleiri áhættuþættir eru til staðar eykst hættan á heilaslagi.
- Verið meðvituð um þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á:
• Forðist streitu, hugið að mataræði, fylgist með líkamsþyngdinni og stundið reglubundna hreyfingu
• Stillið áfengisneyslu í hóf og forðist notkun annara vímuefna
• Hættið að reykja – tóbak skemmir æðakerfið
• Farið reglulega í læknisskoðun og verið meðvituð um blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitur
• Takið lyf samkvæmt læknisráði. Breytið aldrei lyfjaskömmtum án samráðs við lækni
• Verið virk í daglegu lífi. Gott félagslíf er mikilvægt, það kemur í veg fyrir einangrun og bætir lífsgæði