HELSTU EINKENNI HEILABLÓÐFALLS UNDIR: SLAG!

Sjóntruflun og/eða skyntap

Lömun útlima

Andlitslömun

Glatað mál

HEILA-APPIÐ í snjallsímann leiðir almenning í að þekkja helstu ein-kenni áfallsins og bregðast skjótt við.  Hikið ekki við að ýta á rauða takkann 112 ef forritið sannfærið ykkur um að þið hafið þessi einkenni og þá verðið þið sótt, hvar sem þið eruð stödd á landinu og tíminn skiptir sköpum upp á varanlegan skaða, – jafnvel dauða!

Þegar ýtt er á rauða takkann gerist þetta:

    • Snjallsíminn sendir kennitölu notanda sem hann hefur hlaðið inn í tækið til Neyðarlínunar í SMS-skilaboðum um áfallið
    • Starfsmenn Neyðarlínunnar staðsetja snjallsímann með nokkurri nákvæmni (GPS), hvar sem hann er og gera björgunaraðilum viðvart, er bregðast skjótt við og upplýsir björgunaraðila um sjúklinginn
    • Þyrla, sjúkrabifreiðar, björgunarsveitir gera það sem á þeirra valdi stendur til að koma sjúklingi sem fyrst undi læknishendur, hver sekúnda getur skipt máli og ÞIÐ ERUÐ EKKI AÐ ÓMAKA NEINN, – HEILBRIGÐISKERFIÐ ÆTLAST TIL ÞESS AÐ ÞIÐ GERIÐ ÞETTA, –  EKKI FARA SOFA!!

 

Helstu áhættuþættir heilablóðfallsins sem hægt er að hafa áhrif á eru:

• háþrýstingur
• reykingar
• sykursýki
• hækkað kólesteról
• gáttatif
• kransæðasjúkdómur
• offita
• kyrrseta
• áfengi í óhófi
• misnotkun vímuefna
• streita

  • Með því að hugsa vel um heilsuna minnka líkurnar á að fá annað heilablóðfall.
  • Ef tveir eða fleiri áhættuþættir eru til staðar eykst hættan á heilaslagi.
  • Verið meðvituð um þá þætti sem hægt er að hafa áhrif á:
    • Forðist streitu, hugið að mataræði, fylgist með líkamsþyngdinni og stundið reglubundna hreyfingu
    • Stillið áfengisneyslu í hóf og forðist notkun annara vímuefna
    • Hættið að reykja – tóbak skemmir æðakerfið
    • Farið reglulega í læknisskoðun og verið meðvituð um blóðþrýsting, blóðsykur og blóðfitur
    • Takið lyf samkvæmt læknisráði. Breytið aldrei lyfjaskömmtum án samráðs við lækni
    • Verið virk í daglegu lífi. Gott félagslíf er mikilvægt, það kemur í veg fyrir einangrun og bætir lífsgæði

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur