HVAÐ ER NORRÆNT MÁLSTOLSRÁÐ? (NORDISK AFASIRÅD)

Norræna málstolsráðið.

Heilaheill er aðili að Norræna málstolsráðinu (Nordic Aphasia Association eða Nordisk afasiråd) sem er norrænt samstarf um málefni fólks með málstol. Aðrir aðilar að þessu samstarfi eru Afasiforbundet i Norge, Afasiförbundet i Sverige, Hjerneskadeforening (Danmörk), Aivoliitto (Finland), og Heilafelagið í Færeyjum.  

Sagan
Norræna málstolsráðið hélt upp á 20 ára afmæli sitt árið 2014. Af því tilefni var saga ráðsins skráð í neðangreint skjal, þar sem greint er frá þróun og sögu ráðsins og helstu verkefnum sem það hefur tekist á við í gegnum tíðina.

Tengill á Nordiska Afasirådets jubileumsskrift – sagan (en historik)

Markmið.
Norræna málstolsráðið hefur það að markmiði að vinna í þágu fólks með málstol með því að auka vitund almennings og embættismanna um áhrif málstols á líf og aðstæður fólks. Norræna málstolsráðið var formlega stofnað árið 1994 og skiptast aðildalöndin á að taka að sér formennsku í ráðinu. Finnland er í forsvari fyrir starfið frá og með september 2018 til september 2020.

Verkefni Norræna málstolsráðsins.
Sl. ár hefur mikil áhersla verið lögð á endurhæfingu tjáskipta– og samskiptafærni fyrir fólk með málstol, en einnig hafa önnur mál sem snúa að samfélagsþátttöku verið í brennidepli. Norræna málstolsráðið hefur fengið styrk frá Norrænu velferðarnefndinni fyrir ýmsum verkefnum á þessum sviðum.

Norræna málstolsráðið  fór af stað með Norræna málstolsdaginn árið 2014 og hefur þá m.a. hannað upplýsingabæklinga til dreifingar til að auka vitund almennings um hvað felur í sér að vera með málstol. Árið 2017 tóku löndin sig saman og sendu bréf til viðkomandi ráðherra í sínum löndum til að vekja athygli á hvernig standi á meðendurhæfingu máls og tjáskiptafærni til fólks eftir heilaslag. Ljóst þótti þó aðstæður og framsetning þjónustu væri ekki eins á milli landa áttu þau öll það sameiginlegt að skortur væri á þjálfunarúrræðum fyrir fólk með málstol og að aðgengi að talmeinafræðingum væri ekki nægilega gott.

 

Rafrænar þátttökuhindranir.
Á árinu 2018 hefur áhersla Norræns málstolsráðsins verið á þátttöku og þátttökuhindrunum í rafrænum samskiptum. Þróunin sl. ár sú að mikið af þjónustuhefur færst yfir á rafrænt form, bæði hjá hinu opinbera og hjá einkaaðilum. Það getur haft þær afleiðingar fyrir fólk með málstol eða aðra tjáskiptaskerðingu að þeir geta ekki sinnt erindum sínum sjálfstætt og þurfa að reiða sig á aðstoð annarra. Þjónustufulltrúar sem sinna viðskiptavinum augliti til auglitis hefur fækkað og oft fylgir aukakostnaður ef sóst er eftir henni.

Norrænt samstarf um málstol leggur áherslu á eftirfarandi atriði tengt rafrænni þjónustu:

Að rafræn þjónusta sé hönnuð með tilliti til þarfa einstaklinga með tjáskiptaskerðingu
Að möguleiki sé á þjónustu augliti-til-auglitis og að hún sé veitt án greiðslu.
Að sett séu fram nokkur þrep í aðgengi að persónuupplýsingum notandans, þannig að hægt sé að takmarka aðgengi aðstoðarmanns við ákveðnar þjónustusíður í stað þess að .

Norræna málstolsráðið hefur útbúið dreifibréf um áhrif rafrænna samskipta á sjálfstæða þátttöku fólks með málstol. Það var síðan þýtt yfir á tungumál allra landanna. Hér fyrir neðan getur þú sótt og lesið dreifibréfið á mismunandi tungumálum.

Íslensk útgáfa

Sænsk útgáfa

Norsk útgáfa

Finnsk útgáfa

Dönsk útgáfa

Frekari upplýsingar.  
Hér eru tenglar á vefsíður þeirra félaga sem eiga aðild að Norræna málstolsráðinu

Heilaheill på Island, www.heilaheill.is 
Afasiförbundet i Sverige, 
www.afasi.se  

Afasiförbundet i Norge, 
www.afasi.no
Aivoliitto i Finland, www.aivoliitto.fi
Hjernesagen i Danmark, 
www.hjernesagen.dk
Heilafelagið på Färöarna,  https://www.facebook.com groups/193441641023004


 

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur