Umræða um slagdeild! (Stroke unit)

Að venju var áhugaverður “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA 5. desember á netinu, þar sem sérstakur gestur var Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og tauga-endurhæfingasjúklinga á Landspítalanum.  Hefur hún, ásamt lyf- og taugalæknum o.fl., verið ötul við að láta okkur í félaginu fylgjast með þróun mála í heilbrigðiskerfinu er varðar slagið.  Í erindi hennar kom fram, að þó ekki sé sérstök heilaslagseining (slagdeild) hér á landi, þá er meðferð á heilablóðfallssjúklngum á bráðastigi með ágætum, – en markmiðið sé þó að vinna að uppsetningu slíkrar deildar í samræmi við áætlun SAPE, (Action Plan for Stroke in Europe 2018–2030) sem er evrópsk aðgerðar-áætlun þar sem samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe sem HEILAHEILL er aðili að).  Gert er ráð fyrir að hvert land fyrir sig innan samtakanna hafi sameiginlegan skilning á markmiðum um SLAGDEILD – sem Heilablóðfallseining (stroke unit), en það er skýrt afmörkuð deild á sjúkrahúsi, þar sem heilablóðfallssjúklingar eru lagðir inn og hlúð að af fjölfaglegu teymi (læknum, hjúkrunar- og meðferðarstarfsfólki) sem hafa sérþekkingu á heilastarfsemi, þjálfun og færni um heilablóðfall.  Þá greindi hún frá því að fyrir lægi að hleypa af stokkunum fyrir fjölskylduna, aðallega börnum, alþjóðlegu fræðsluátaki um FAST-hetjurnar og að þau taki þátt í leik á internetinu er örvar þau í að greina fyrstu einkenni heilablóðfalls og hringja í 112, – þegar þau verða þess vör.  Nokkrar fyrirspurnir bárust og sýndu fundarmenn þessu áhuga.  Næsti laugardagsfundur verður á nýárinu, 2. janúar 2021 og er öllum heimilt að tengjast.

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur