Fulltrúar félaga “langveikra”, HJARTAHEILLA, NEISTANS, FÉLAGS GIGTVEIKRA og HEILAHEILLA sátu fyrir svör-um hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands, þar sem margar fyrirspurnir voru lagðar fram. Þetta hefur verið árlegur fundur aðila og þá fá sjúklingafélögin tækifæri á að koma málefnum sínum á fram-færi. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson greindi frá sinni reynslu af heilablóðfallinu og hvatti hjúkrunarfræðinem-anna að vera með einstaklins-miðaða sýn á hjúkrun. Þá lét hann nemanna hlaða niður Heilaappinu á snjallsímanna sína og útskýrði bæði notkunn og virkni. Kom fram í máli allra fulltrúanna, að þetta væri ekki einungis málefni sjúklinganna, heldur samfélagsins alls! Ekki bara einstaklingurinn sem veikist, – heldur öll fjölskyldan!