Ævarr Hjartarson

Ævarr Hjartarson

Mín saga sem manns sem hefur fengið heilablóðfall er sjálfsagt ekkert frábrugðin mörgum öðrum. Ég veiktist 28. okt.2002 á Akureyri. Var fluttur til Reykjavíukur í aðgerð þá strax.  Man ekkert eftir því ferðalagi hvorki suður eða norður.  Man óljóst eftir jólunum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.  Var síðan sendur í endurhæfingu á Kristnesspítala.  Þar notaðist ég við hjólastól, göngugrind og hjólagrind til að bera mig um auk þess að vera í annari þjálfum.   Þetta skilaði þeim árangri að ég gat farið heim um mitt ár 2003 en sótt þjálfun áfran.  Konan mín sá um að aka mér á milli.  Um haustið 2004 gat ég farið út með göngustaf mér til stuðnings.  Jafnvægið var lélegt og mátt vantar í vinstri  hlið.   Ég man enn hvað mér fannst asnalegt, fyrst er ég fór út með stafinn, hvað ÉG væri eiginlega að gera með staf.  Svo áttaði ég mig á því að ég væri nú einfaldlega svona núna og ég gæti lítið við því gert.  Nú velti ég því ekki fyrir mér að ég sé með skerta hreyfigetu,  ég er einfaldlega svona og verð að vinna mig út úr því.

Þetta sama haust 2004 man ég eftir að ég gat þurrkað mér um hendurnar eðlilega það fannst mér merkilegur áfangi.  Eins þegar ég gat gengið úti ca 10m staflaus.  Þetta er ekki langt en mjög merkur áfangi fyrir mig. Það eru þessi litlu skref eða hlutir sem sitja eftir í huganum og segja manni að þetta muni koma hægt og hægt.

Það er sérstaklega eftirfarandi sem ég vil benda á sem jákvæða reynslu mína og gæti hugsanlegsa hjálpað öðrum. Reyna að vera í góðu skapi.  Það er óskaplega erfitt og reynir á allt og alla ef maður er óánægður eða fúll.  Það fer verst með mann sjálfan að vera óánægður.  Auðvitað koma stundir sem leiði sækir að en þá er að reyna að hugsa jákvætt. Ef maður horfir til baka má maður ekki horfa á gærdaginn.  Þá finnst manni ekkert hefa skeð, horfa til baka um viku, mánuð eða lengur.  Batinnn kemur í svo litlum skrefum að maður sér þau ekki nema að leggja nokkur saman.  Hvernig var ég fyrir mánuði eða lengri tíma. Það að koma til baka úr svona áfalli hefst ekki nema með vinnu,vinnu og aftur vinnu.  Þjálfun og annað svo sem hreyfing, t.d. ganga er öllum nauðsyn og er til ánægju.  Ég tel það afar nauðsynlegt fyrir alla að reyna að vihalda góðu skapi og jafnvægi.  Vont skap og nöldur er vont fyrir alla í kringum mann sem eiga annað skilið en leitt skap og einnig er skapleiði vondur fyrir mann sjálfan.  Svona veikindi eru ekki endalok heldur vinna sem maður verður sjálfur að sinna, að leggjast fyrir held að sé það versta sem maður getur gert.

Nú fer ég í æfingar og þjálfun á Hæfingarstöðinni Bjargi á hverjum virkum degi og geng úti alla daga  ef veður gefur.

Ævarr Hjartarson
Furulundi 33 Akureyri

Aftur skrifar Ævarr um “Eftir endurkomu” í desember 2006.

Nokkrar vangaveltur og hugleiðingar varðandi endurkomu og bata eftir heilablóðfall.  Ég tel að lifi maður af og komist til meðvitundar eftir slík veikindi séu horfur á  bata nokkuð góðar. Hvort maður verði eins og áður er kannski óvisst enda ekkert að vita að slíkt sé æskilegt. Man ekkert ferð suður eða veru minni þar, tapaðar 6-8 vikur.

Þegar ég lít til baka yfir feril minn,staðnæmist hugurinn fyrst við Kristnes.  Ég man sára lítið eftir veru á FSA en man þó að hafa fengið þar meðferð hjá sjúkraþjálfara.

Nokkru eftir komu á Kristnes var ég látinn setja mér nokkur markmið. Mér fannst það heldur vitlaust til að byrja með en núna átta ég mig á að þetta er mikilvægt í því ferli sem ég var settur í.  Maður hafði til viðmiðunar þessi markmið og hafði eitthvað að keppa að.  Á þeim mánuðum sem ég var í þjálfun á Kristnesi (6-8) notaðist ég við hjólastól, göngugrind og hjólagrind.

Mér fundust það vera stórir áfangar þegar maður skipti um tæki og einnig að þegar maður fór út með hjólagrind og gat lengt gönguvegalengd smá saman.

Allt svona telur og hressir að finna framför, þó manni þætti og þyki oft langt á milli framfaraskrefa.En það er þetta pínulitla sem telur og gleður.   Ég man hvað mér fannst gott að geta þurrkað mér um hendurnar, þ.e hvern fingur fyrir sig á báðum höndum.  Fyrst vöðlaði maður handklæðinu um hendurnar og var ánægður með það.

Um eitt tók ég meðvitaða ákvörðun. Ekki velta því fyrir þér hvernig þú varst áður og hvað þú gast. Núna er ég svona og verð að vinna úr því, annað er liðin tíð. Þetta tel ég að hafi hjálpað mér við að sætta mig við orðin hlut. Ég hef einnig reynt að vera ekki í vondu skapi.  Að geta séð broslegar hliðar á mönnum og málefnum er nauðsyn og vera ekki viðkvæmur þótt eitthvað sé sagt við mann. Það fer illa með mann að vera fúll og maður verður leiðinlegur við sína nánust sem eiga þó allt annað skilið en ónot því þeirra líðan hefur örugglega ekkert verið léttari en manns eigin og þeim á maður mikið að þakka.

 Í sjálfum sér hefur manni aldrei liðið líkamlega illa í gegnum þessi ár.  Það væri hræsni ef ég segði að mér hafi aldrei liðið illa andlega .Ég hef  þá reynt að forðast erfiðar hugsanir og litið á björtu hliðarnar,ég er á lífi og hef það bærilegt, margur hefur það verra en ég. Hvort mér hefur tekist þetta gagnvart öðrum er ekki mitt að dæma.

 Sumir þurfa að læra að ganga og tala upp á nýtt.Ég hef horft upp á þetta gerast og þurfa ekki börnin að læra þetta og þá ættum við eins að geta það.

Ég tel að jákvæð hugsun hafi mjög mikið að segja við endurhæfingu. Ég man glögglega þegar ég fór fyrst út að ganga með staf hér á  Akureyri. Þegar ég var kominn nokkra tugi metra frá heimili mínu kom sú hugsun mjög sterkt inn í hugann hvað ÉG væri að gera úti með staf.Ég þurfti að taka um það ákvörðun að halda áfram.

Þar kemur mjög sterkt inn í hugsunina hvað maður sé slakur, en þegar maður slekkur á þeirri hugsun og kveikir á “þú ert svona núna” hugsun verður allt auðveldara. Þegar maður er búinn að vinna vel, að ég tel,fyrir aðra stóran hluta af ævinni þá á maður að taka vel á móti þeim möguleika að vinna vel fyrir sjálfan sig.

 Í gegn um tíðina hef ég verið hjá nokkrum sjúkraþjálfurum.Allir hafa þeir verið góðir að mér finnst,en ég tel að samt sem áður ræður maður sjálfur nokkru um framvindu.Ef maður vill ekki ná árangri þá hefur sjúkraþjálfarinn ekki mikið að segja og sama er að segja um það ef árangur á að nást tel ég þar skipta miklu máli hvernig maður vinnur úr æfingaprógrammi, vinnur vel.

Mér finnst í gegnum þessi ár að maður sjái allt of marga sjúklinga vera að æfa fyrir sjúkraþjálfarann en ekki fyrir sjálft sig.Ég nefndi áður að setja sér markmið.Þetta fannst mér vitlaust fyrst á Kristnesi. Nú sé að þetta er mjög gott.

Ég reyni að ganga úti þegar hægt er vegna hálku.Þá set ég mér markmið,ganga þessa végalengd og þegar sú végalengd gengur vel þá lengi ég gönguna í næsta áfanga,o.s.koll af kolli.Ég set mér ekki áfanga að ganga til Dalvíkur í einum áfanga, en með því að skipta þessu niður í styttri végalengdir er þetta ekkert stórmál  og fyllir manni ekki vonleysi í upphafi.

 Það að halda í vonina og vita að maður getur gert hlutina,þó maður sé kannski lengur en maður var og fari öðruvísi að þá er vissan fyrir hendi að þetta sé hægt og það er mikilsvert.

Í stuttu máli eru mín tíu boðorð rituð á tölvu, sem ég hef reynt að fara eftir, en ekki höggvin í stein en eftir þeim reynir maður að sjálfsögðu að fara líka.

Ekki hugsa um hvernig þú varst.

Setja sér markmið.

Þetta er full vinna að koma til baka.

Ekki vorkenna sér.

Ekki horfa til gærdagsins.Bataskrefin eru svo lítil.

Varðveita góða skapið.

Biddu um hjálp ef þú getur ekki eitthvað.

Vera jákvæður í endurhæfingu.

Aldrei að gefast upp.

Þetta er ekki búið.

Þetta eru mínar vangaveltur og hafa gagnast mér og geta kannski gagnast öðrum. Umfram allt ekki missa trúna á sjálfan sig.  Ég get þetta.

Ævarr Hjartarson
Furulundi 33 Akureyri

 

Aftur nokkrar vangaveltur og hugleiðingar varðandi endurkomu og bata eftir heilablóðfall um áramótin 2007 og 2008.

Ég tel að lifi maður af og komist til meðvitundar eftir slík veikindi séu horfur á  bata nokkuð góðar lifi maður ekki af þarf maður ekki að hafa áhyggjur.
Hvort maður verði eins og áður er kannski óvisst enda ekkert að vita að slíkt sé æskilegt.
Man ekkert ferð suðurfrá Akureyri til Reykjavíkur eða veru minni þar, tapaðar 6-8 vikur.
Þegar ég lít til baka yfir feril minn,staðnæmist hugurinn fyrst við Kristnes. Ég man sára lítið eftir veru á FSA en man þó að hafa fengið þar meðferð hjá sjúkraþjálfara.
Nokkru eftir komu á Kristnes var ég látinn setja mér nokkur markmið.  Mér fannst það heldur vitlaust til að byrja með en núna átta ég mig á að þetta er mikilvægt í því ferli sem ég var settur í.  Maður hafði til viðmiðunar þessi markmið og hafði eitthvað að keppa að.  Á þeim mánuðum sem ég var í þjálfun á Kristnesi (6-8) notaðist ég við hjólastól,göngugrind og hjólagrind.
Í gegnum alla mína veru á stofnunum heimsótti konan mín mig daglaga.  Slíkar heimsóknir eru ómetanlagar, þó við segðum ekki alltaf mikið,en bara nærveran skiptir miklu máli og hvetur mann til þess að reyna að gera vel.
Mér fundust það vera stórir áfangar þegar maður skipti um tæki og einnig að þegar maður fór út með hjólagrind og gat lengt gönguvégalengd smá saman.
Allt svona telur og hressir að finna framför, þó manni þætti og þyki oft langt á milli framfaraskrefa.  En það er þetta pínulitla sem telur og gleður
Um eitt tók ég meðvitaða ákvörðun.
Ekki velta því fyrir þér hvernig þú varst áður og hvað þú gast. Núna er ég svona og verð að vinna úr því, annað er liðin tíð. Þetta tel ég að hafi hjálpað mér við að sætta mig við orðin hlut. Ég hef einnig reynt að vera ekki í vondu skapi.  Að geta séð broslagar hliðar á mönnum og málefnum er nauðsyn og vera ekki viðkvæmur þótt eitthvað sé sagt við mann. Það fer illa með mann að vera fúll og maður verður leiðinlegur við sína nánust sem eiga þó allt annað skilið en ónot því þeirra líðan hefur örugglaga ekkert verið léttari en manns eigin og þeim á maður mikið að þakka.
Í sjálfum sér hefur manni aldrei liðið líkamlega illa í gegnumþessi ár.Það væri hræsni ef ég segði að mér hafi aldrei liðið illa andlega.  Ég hef  þá reynt að forðast erfiðar hugsanir og litið á björtu hliðarnar, ég er á lífi og hef það bærilegt, margur hefur það verra en ég. Hvort mér hefur tekist þetta gagnvart öðrum er ekki mitt að dæma.
Sumir þurfa að læra að ganga og tala upp á nýtt.  Ég hef horft upp á þetta gerast og þurfa ekki börnin að læra þetta og þá ættum við eins að geta það.
Ég tel að jákvæð hugsun hafi mjög mikið að segja við endurhæfingu. Þar kemur mjög sterkt inn í hugsunina hvað maður sé slakur, en þegar maður slekkur á þeirri hugsun og kveikir á “þú ert svona núna” hugsun verður allt auðveldara. Þegar maður er búinn að vinna vel, að ég tel, fyrir aðra stóran hluta af ævinni þá á maður að taka vel á móti þeim möguleika að vinnavel fyrir sjálfan sig.  Það að ná sér til baka er vinna, vinna og aftur vinna en skemmtileg vinna.
Í gegn um tíðina hef ég verið hjá nokkrum sjúkraþjálfurum.  Allir hafa þeir verið góðir að mér finnst,en ég tel að samt sem áður ræður maður sjálfur nokkru um framvindu.  Ef maður vill ekki ná árangri þá hefur sjúkraþjálfarinn ekki mikið að segja og sama er að segja um það ef árangur á að nást tel ég þar skipta miklu máli hvernig maður vinnur úr æfingaprógrammi, vinnur vel.
Mér finnst í gegnum þessi ár að maður sjái allt of marga sjúklinga vera að æfa fyrir sjúkraþjálfarann en ekki fyrir sjálft sig.
Ég nefndi áður að setja sér markmið.Þetta fannst mér vitlaust fyrst á Kristnesi. Nú sé ég að þetta er mjög gott.
Ég reyni að ganga úti þegar hægt er vegna hálku.  Þá set ég mér markmið,ganga þessa végalengd og þegar sú végalengd gengur vel þá lengi ég gönguna í næsta áfanga, o.s.fr. koll af kolli.  Ég set mér ekki áfanga að ganga til Dalvíkur í einum áfanga, en með því að skipta þessu niður í styttri vegalengdir er þetta ekkert stórmál og fyllir manni ekki vonleysi í upphafi.
Það að halda í vonina og vita að maður getur gert hlutina,þó maður sé kannski lengur en maður var og fari öðruvísi að þá er vissan fyrir hendi að þetta sé hægt og það er mikilsvert.
Í stuttu máli eru mín tíu boðorð rituð á tölvu, sem ég hef reynt að fara eftir og gefist mér vel, en ekki höggvin í stein en eftir þeim reynir maður að sjálfsögðu að fara líka.
• Ekki hugsa um hvernig þú varst.
• Setja sér markmið.
• Þetta er full vinna að koma til baka.
• Ekki vorkenna sér.
• Ekki horfa til gærdagsins.Bataskrefin eru svo lítil.
• Varðveita góða skapið.
• Biddu um hjálp ef þú getur ekki eitthvað.
• Vera jákvæður í endurhæfingu.
• Aldrei að gefast upp.
• Þetta er ekki búið.

Þetta eru mínar vangaveltur og hafa gagnast mér og geta kannski gagnast öðrum. Umfram allt ekki missa trúna á sjálfan sig.  Ég get þetta.
Ég var úti að ganga með stafgöngustafi rétt fyrir jólin 2007.Vinstri stafurinn hafði yfirleitt dregist með jörðinni.  Allt í einu tók ég eftir því að ég var farinn að lyfta stafnum, hættur að draga hann á eftir mér. Stakk honum niður eins og þeim hægri.  Þetta gerðist eftir rúm 5 ár frá veikindum.  Þetta var frábær jólagjöf  og segir manni að alltaf sé von um framfarir þótt nokkuð sé um liðið.

Ævarr Hjartarson
260640-2089
Furulundi 33 600 Akureyri.
4621159
 
www.furul33@simnet.is

 

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur