Sveinbörn Ægir Ágústsson, eftirlitsmaður

Sveinbörn Ægir Ágústsson, eftirlitsmaður

Ég fékk blóðtappa þann 9. janúar 2004 og út frá því fékk ég heilablæðingu.  

Rétt áður en ég fékk þetta greindist ég með hjartaóreglu. En ég hafði verið með hana nokkuð lengi en það fannst ekki fyrr en rétt fyrir áramótin 2003-04.  Ég var síðan sendur til hjartalæknis sem lét mig á blóðþynningu, þar sem hann ætlaði að láta mig í rafstuð til að lagfæra þetta. Þetta var 7 janúar 2004 og hann lét mig hafa kóvar töflur og átti ég að taka eina á dag.  Áður hafi hann látið mig á sótabor töflur sem áttu að hæga á hjartanu sem var oftast 140-160 stög á mín í hvíldarstöðu.

Ég var í vinnunni þegar ég fékk blóðtappann þann 9 janúar, sem betur fer. Og þökk sé samstarfsfélögum hvað þeir brugðust fljótt við (Lögreglan í Keflavík). Ég man eftir að ég gat ekkert stjórnað hægri hendi, var að reyna að halda henni, því hún fór út um allt, nú svo fór að ég var orðin alveg lamaður (hægri hlið) og gat ekki talað svo man ég ekki meir. Það var farið með mig fyrst á Sjúkrahúsið í Keflavík og svo beint á Landspítali-háskólasjúkrahúsið við Fossvog, þar var brugðist fljótt við og var sprautað einhverju efni til að leysa tappann sem var í vinstra heilahveli, þetta er hægt ef ekki eru liðnir meira en þrír tímar, þessu fylgir áhætta sem er heilablæðing, sem varð hjá mér.

Þá fór mátturinn smátt og smátt að koma í líkamann. Var ég í 3-4 daga á gjörgæslu og síðan tók við þjálfun og meiri þjálfun…..  Hausinn ekki sem bestur vissi ekki dagana og mánuði eða hvað ferhyrningur var og gat illa tjáð mig.  Ég var um það bil 1 mánuð á Borgarspítalanum og fór síðan á Grensás og var þar til  1. maí. 

Ég var síðan það lánsamur að fá inni á dagdeild á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja, og urði þar miklar framfarir, þar sem engin tilfinning var í hægri hendi.  Sjúkraþjálfarnir vildu strax hefja nálastungu aðferð á hægri hendi og eftir um það bil eina viku kom smá tilfinning í hana.  Eftir það fór ég að finna mun á heitu og köldu en kemur svona eins og ofurskyn. Var ég þarna fram til loka apríl 2005 við ýmsar æfingar í iðju og sjúkraþjálfun. 

Þegar ég útskrifaðist var ég orðinn talsvert betri.  Ég ætlaði mér alltaf aftur í vinnu,en ákvað síðan að hætta í lögreglustarfinu.  Og var það ákveðinn léttir að viðurkenna fyrir sjálfum sér, að maður er ekki alveg eins fær með alla hluti og maður var.  Víst er maður kraftaverk, þegar maður sér hvað sumir enda illa eftir svona áfall.

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur