Margrét Ólafsdóttir, leikkona

Margrét Ólafsdóttir, leikkona

Það var fyrir fjórtán árum, að ég vaknaði um miðja nótt, með mikinn náladofa í vinstri handlegg. Það var sama hvað ég reyndi, þetta vildi ekki lagast. Við hringdum í næturlækni, sem sagði mér að hafa hátt undir handleggnum. Þetta gerði ég og sofnaði að lokum. Snemma morguns vaknaði ég og fann þá að ekki var allt með felldu, tungan þvældist í munninum og vinstri handleggurinn var máttlítill. Bóndi minn sá að andlitið var skakkt og bjagað. Við hringdum í heimilislækninn okkar sem sagði okkur að koma strax til sín. Þegar hann sá mig hringdi hann umsvifalaust á Landakotsspítalann og þar var ég lögð inn. Ég var sett í endalausar rannsóknir og eftir fáeina daga var andlitið komið í samt lag, en enn hef ég ekki fengið fullan mátt í handlegginn og tvo af fingrunum. Því miður fékk ég fljótlega annan tappa, en án afleiðinga. Sá þriðji skemmdi svo augnbotninn og ég missti sjón á hægra auga.

Eftir þetta allt saman var ég sett á blóðþynningarlyf (Kovar). Ég þarf að láta fylgjast vel með mér og fara í mælingu á blóði einu sinni í mánuði og er í nánu sambandi við minn ágæta heimilislækni.

Ég þykist núna, fjórtán árum seinna, vera fær í flestan sjó , er orðin 75 ára og lifi lífinu sprelllifandi.

Margrét Ólafsdóttir

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur