Lárus Kjartansson – Heilaheill bjargar

Lárus Kjartansson - Heilaheill bjargar

Ég var búinn að finna fyrir svima og einhverri vanlíðan vikuna á undan en sinnti því ekki.  Það var síðan á mánudagsmorgun, þegar ég vaknaði að ég var með höfuðkvalir, ógleði og svima.  Ég ætlaði að fara fram úr rúminu en þá var ég nærri dottinn í gólfið, því mig svimaði svo mikið, ég varð að grípa í gluggakistuna og rúmgaflinn til að skella ekki í gólfið.

Ég fór fram úr og síðan aftur inn í rúm, þar sem ég lá mest allan daginn, með höfðukvalir, þrýsting í höfðinu, ógleði og svima.  Ef ég hreyfði mig eitthvað, þá var eins og ég væri í hringekju, allt hringsnerist.

Um kvöldið þá ákvað ég að athuga hvort ég fyndi eitthvað á netinu um svona líðan og fór þá inn á www.heilaheill.is en ég hafði séð í blaði eða fréttum að þessi vefur hafði verið opnaður. Þar las ég sögurnar og sumar pössuðum við mig en ég hugsaði með mér, þetta getur ekki átt við mig, ég er ekki að fá neitt heilablóðfall eða eitthvað svoleiðis.

Ég sofnaði síðan um kvöldið en morgunin eftir, þá var sama líðan en við bættist, talrugl.  Ég sagði t.d. “við þurfum að taka þakið ofan af járninu”  við sofum yfir þakinu” og fleira í þeim dúr en síðan fór ég að bulla, talaði eintóma steypu.  Þá leist mér ekki á þetta, þarna var ég kominn með nákvæmlega sömu einkenni og ég hafði séð á heilaheill vefnum og nú var ekki eftir neinu að bíða, bara að drífa sig til læknis.  Ég fór einnig að finna fyrir þrýstingi í vinstri hluta andlitsins og síðan fór sá hluti andlitsins að dofna upp og var dofinn um tíma.

Ég fór þá að rifja upp að fyrir einhverju síðan, þá var ég að skrifa og tók eftir því að það varð stafarugl, stafabrengl en ég bara hló af þessu og gerði grín að því að maður væri genginn i barndóm, kynniekki að skrifa en líklega hefur þetta verið fyrirboð þess sem síðan kom.

Ég fór sem sagt upp á Borgarspítala, slysadeild, þar sem ég var drifinn inn í rannsóknir og fleira og niðurstaðan varð sú, að líklega hefði orðið blóðþurrð í heila, lítið heilablóðfall eða tappi sem orsakaði tímabundna vanlíðan eða óþægindi en ekki varanlegar skemmdir. 

Ég er sannfærður um það, ef ég hefði ekki lesið þær sögur og þann fróðleik sem er á vefnum hjá Heilaheill, þá hefði ég talið að þetta væri ekki neitt.  Við teljum okkur nefnilega svo mikla supermenn, mikil karlmenni að það kemur ekki neitt fyrir okkur en sem betur fer,  þá erum við öll mannleg og verðum að hlusta á líkamann hjá okkur og þau aðvörunarmerki sem við fáum.

Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur