Laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn í húsakynnum félagsins í Mannréttindahúsi ÖBÍ, Sigtúni 42, Reykjavík, 2. mars, s.l. skv. venju, þar sem félagsmönnum er gefinn kostur á að mæta á staðinn eða tengjast fundinum rafrænt, – en félagið er með reglulega félagsfundi 1. laugardag hvers mánaðar kl.11:00 í Reykjavík og 2. miðvikudag hvers mánaðar á Akureyri kl.18:00, þar sem ávallt er lögð áhersla á fyrirbyggjandi þætti er varðar sjúkdóminn og áhættuþáttum er leiða til slags. Á þessum fundum eru sem oftast fengnir sérfræðingar úr heilbrigðiskerfinu, s.s. læknar, hjúkrunarfræðingar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfarar, svo og forsvarsmenn endurhæfingastofnana, félagasamaka s.s. Réttindasamtakanna ÖBÍ, Sjálfsbjargar lsf. o.s.frv. til að halda fyrirlestra og sitja fyrir svörum. Þá hafa þekktir listamenn lagt félaginu lið á þessum fundum og vakið athygli á forvarnarstarfi þess. Í þetta sinn var umræðuefnið fjölgun heilablóðfalla hér á landi og hvernig er hægt að bregðast því. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt því fram að fjölgun heilablóðfalla væri vegna þess að almenningur fer ekki nægilega vel með sig í velmeguninni!
Almenningur samþykkir aldrei að draga saman seglin er varðar velferð! Aftur á móti má hver og einn ætti að gæta sín t.a.m. er varðar blóðþrýstinginn! Samkvæmt rannsóknum er talið að hann sé orsakavaldur 40% slagtifella! Fundarmenn töldu að félagið væri á réttri leið, mætti vekja meiri athygli á sér í gegnum samfélasmiðla og vara almenning við!