Nýárið 2008 hafið!

Fyrsti fundur HEILAHEILLA á nýju ári var á laugardaginn 5. Janúar s.l.  Fjölmennt var að vanda og fór Þórir Steingrímsson, formaður, yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan.  Þá gerði Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnaður í HEILAHEILL, grein fyrir ferð sinni og annarra sérfræðinga B2 til Svíþjóðar, sem félagið styrkti.  Þá gerði Kristín Stefánsdóttir,  […]

Sigurhátíð Heilaheilla

Formaður Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, var boðaður á Sigurhátíð Glitnis í Háskólabíói fimmtudaginn 23. ágúst s.l. þar sem afhending áheita til góðgerðarfélaga eftir Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2007 fór fram.  Veitti Þórir viðtöku úr hendi starfsmanns bankans, fjárframlagi að kr. 948.100,-, er safnaðist saman í maraþoninu.  Heilaheill var á meðal 15 efstu félaga, er einstaklingar hlupu fyrir og […]

SALURINN 8. NÓV 2007

Faðmur hélt styrktartónleika í SALNUM 8. nóv. s.l. og Katrín Júlíusardóttir, alþingismaður, formaður sjóðsins, bauð áhorfendur velkomna og þakkaði stuðninginn. Hún greindi frá því að Faðmur Heilaheilla væri styrktarsjóður er styður barnafjölskyldur þar sem foreldri hefur fengið heilaslag/heilablóðfall. Hún greindi frá því að hægt væri að sækja um styrki úr sjóðnum fyrir tómstundir, námi eða […]

Skiptir heilablóðfallseining máli?

Eftir því sem líður meira á umfjöllunina um heilablóðfall, bæði innan sjúklingafélaganna og fagaðilanna, þá beinist umræðan meira og meira að einstaklingsmeðferðinni.  Við það hafa vaknað upp spurningar hjá fagaðilunum um hvort heilablóðfallseining innan spítalanna, skipuð sérhæfðu starfsfólki, gæti ekki skipt einhverju máli.  Á athyglisverðum fræðslufundi er haldinn var s.l. þriðjudag 10.10.2006, samkvæmt samkomulagi við […]

Faðmur fæddur

Faðmur

Miðvikudaginn 7.júní 2006 hófst formlegt söfnunarátak fyrir sjóðinn Faðm, sem er stuðningssjóður fyrir unga foreldra sem hafa fengið heilablóðfall. Fundurinn var haldinn í Iðuhúsinu við Lækjargötu við fjölmenni.  Fundarstjóri var Rósa Björk Brynjólfsdóttir og lýsti Heilaheill sem félagi fólks, sem fengið hefur heilablóðfall, aðstandenda þeirra og fagfólks.  Meðal fundarmanna sáust Karl Sigurbjörnsson, biskup, alþingismennirnir Össur […]

Fyrsti fundur með LSH

Miðvikudaginn 18. janúar s.l. var haldinn fyrsti fundur meðal fulltrúum LSH og samstarfshóps taugasjúklinga, en í honum eru Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin á Íslandi. Var fundurinn haldinn á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi kl.17:00.  Fjallað var um með […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur