Í september fer af stað hópur fyrir fólk með málstol á vegum Heilaheilla.
Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneytinu og er þróað af hópi talmeinafræðinga.
Hópurinn hittist í húsnæði Heilaheilla að Sigtúni 42 á laugardögum kl.11:00-12:30. NEMA 1. október og 5. nóvember en þá er laugardagsfundur Heilaheilla á þessum tíma.
Fyrsti tíminn er 10. september og síðasti tíminn 26. nóvember, alls 10 skipti.
- Málstol er eitt af taugaeinkennum sem geta hamlað fólki eftir heilaslag. Málstol verður vegna skaða á málstöðvum heilans.
- Málstol hefur þau áhrif að einstaklingurinn á erfitt með að finna orð og mynda setningar.
- Einnig hefur málstol oft áhrif á málskilning og færni til að lesa og skrifa.
- Markmið Tökum til máls er að gefa fólki með málstol tækifæri til að æfa sig að segja frá og hlusta á aðra í samræðum um ýmis málefni.
- Tveir talmeinafræðingar stýra hverjum tíma og taka fyrir ákveðið þema í hverri viku. Áhersla er á málnotkun sem nýtist einstaklingnum í hans daglega lífi.
- Öll fræðsla og verkefni verða aðlöguð að þörfum þátttakenda.