Getur gáttatif valdið heilablóðfalli?

Fyrirbygging heilablóðfalla hjá einstaklingum í mikilli hættu

Heilablóðföll eru ein stærsta lýðheilsuáskorunin og búist er við að áhrif þeirra muni aukast í framtíðinni. Klínískar rannsóknir eru mikilvægar til að finna leiðir til að fyrirbyggja heilablóðföll.  Roland Veltkamp  youtu.be/uk64KLOeKJg

Heilablóðfall getur átt sér stað þegar truflun verður á blóðflæði til heilans, svo sem vegna blóðtappa (blóðþurrðarslag) eða blæðinga í heila (heilablæðing).

Gáttatif (atrial fibrillation, AF) er algengasta form óreglulegs hjartsláttar. Það getur valdið því að blóðtappar myndist í hjartanu, sem geta borist til heilans og valdið blóðþurrðarslagi. Talið er að 20% allra blóðþurrðarslaga séu af völdum gáttatifs.

Evrópsku samtökin um heilablóðfall (Stroke Alliance for Europe) gengu til liðs við PRESTIGE-AF rannsóknina árið 2018 og nú stendur yfir skráning þátttakenda í rannsóknina sem ætlað er að kanna hvernig koma megi í veg fyrir frekari heilablóðföll hjá einstaklingum sem hafa þegar fengið heilablæðingu og eru í mikilli hættu á að fá blóðtappa af völdum gáttatifs.

Þessi sjúklingahópur er í aukinni hættu á að fá bæði blóðþurrðarslag og heilablæðingu. Ekki liggja enn fyrir nægar vísbendingar til þess að læknar viti hvernig best sé að koma í veg fyrir heilablóðföll hjá sjúklingum sem hafa báða sjúkdómana.

Fólk með gáttatif fær venjulega ávísað segavarnarlyfjum til að koma í veg fyrir blóðtappa, en það verið of hættulegt fyrir einstakling sem hefur áður fengið alvarlega blæðingu. Ef PRESTIGE-AF getur skráð nægilega marga þátttakendur í rannsóknina, verður hægt að svara spurningunni um hvort þessir einstaklingar geti tekið segavarnarlyf á öruggan hátt eða hvort þeir ættu að forðast þau.

Einstaklingar sem taka þátt í klínískum rannsóknum eru afar mikilvægir fyrir framgang meðferðar á heilablóðföllum. Rannsóknaraðilar hjá PRESTIGE-AF vilja hvetja einstaklinga sem hafa þessa sjúkdóma til að nálgast upplýsingar um rannsóknir sem standa yfir á þeirra svæði og hafa samband við þá í gegnum www.prestige-af.org

 

Gáttatif og slag

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur