Vestfirðingar fræðast um HEILAHEILL

Vestfirðingar

Laugardaginn 17. mars héldu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum, sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) með góðri aðstoð Harðar Högnasonar, hjúkrunarfræðings er hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni. Var þetta liður félagsins í að stuðla að vitund almennings um slagið (heilablóðfallið) […]

Styrkur til HEILAHEILLA

Styrkur til HEILAHEILLA

Miðvikudaginn 14. mars s.l. boðaði heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sjúklingafélög, m.a. HEILAHEILL, er fengu úhlutuðum styrk frá ráðuneytinu á sinn fund á Hótel Natura Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson veittu styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins. Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á að stjórnvöld væru með þessari styrkveitingu að heiðra hið óeigingjarna starf […]

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala

Svala Björgvinsdóttir

Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala síðasta þriðjudag í Los Angeles eftir að hún fékk snert af heilablóðfalli eða transient ischemic attac (TIA). Hún hlaut engan varanlegan skaða af og er á góðum batavegi. Að sögn lækna brugðust hún og eiginmaður hennar Einar Egilsson hárrétt við með því að leita strax læknis. „TIA-kast hefur […]

HEILAHEILL leggur land undir fót

Ferðalag

HEILAHEILL, félag slagþolenda (heilablóðfall), ætlar að koma á kaffifundum á landsbyggðinni, eins og það hefur gert að undanförnu á Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi og víðar og kynna fyrir landsmönnum um viðbrögð við áfallinu, meðhöndlun og endurhæfingu. Ætlunin er að vera með þessar kynningar á þekktum fundar/kaffistað í héraði, er almenningur getur sótt. Áformað er að kalla […]

Forvarnir til bjargar

Heilablóðföll eru þriðja algengasta dánarorsök á Vesturlöndum, næst á eftir kransæðastíflu og krabbameini. Langalgengast er að lokun verði á slagæð sem veitir blóðflæði til tiltekins svæðis í heila. Þetta gerist í um 85% tilfella, en í um 15% tilfella rofnar æð og veitir blóði út í vef sem veldur heilablóðfalli. Nærri lætur að um sex […]

Mín saga

Mín saga sem manns sem hefur fengið heilablóðfall er sjálfsagt ekkert frábrugðin mörgum öðrum. Ég veiktist 28. okt.2002 á Akureyri. Var fluttur til Reykjavíukur í aðgerð þá strax.  Man ekkert eftir því ferðalagi hvorki suður eða norður.  Man óljóst eftir jólunum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.  Var síðan sendur í endurhæfingu á Kristnesspítala.  Þar notaðist ég […]

Þing landssambands fatlaðra Sjálfsbjargar

Fulltrúar Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, formaður, Kristín Stefánsdóttir, Birgir Henningsson og Harpa Jónsdóttir sátu sem fulltrúar félagsins 33. þing landssambands fatlaðra Sjálfsbjargar, að Hátúni 12, í Reykjavík dagana 19. til 20. Þingið ályktaði um brýn málefni fatlaðra, sem m.a. varða stoðþjónustu og hjálpartækjamál. Sérstaklega var ályktað um væntanlegt frumvarp til laga um mannvirki, sem er í […]

“Mörður hét maður, er kallaður var gígja…”

Félagar Heilaheilla og gestir fylktu liði í rútu að Hátúni 12, laugardaginn 12. ágúst s.l.  Góð þátttaka var og veður var hið ákjósanlegasta.  Lagt var af stað að morgni og á leiðinni austur bauð formaður Heilaheilla alla velkomna og bað þá vel að njóta.  Sól skein í heiði og fjallahringurinn sem og útsýnið til Eyja […]

Glitnir styrkir Heilaheill

Eins og greint var frá hér á heimasíðunni þá hafði Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Glitnis, er fékk heilaslag 18.07.2006, forgöngu um að samstarfsmenn sínir hlypu til styrktar Heilaeheill í Glitnishlaupinu 19. ágúst s.l.. Þó svo að hún hafi ekki verið búin að jafna sig eftir áfallið, þá mætti hún á staðinn í hjólastól eins og áður […]

Fræðslusamstarfið hafið með LSH

Miðvikudaginn 20.09.2006 var fundur í samskiptum fulltrúa SAMTAUGAR, samkvæmt yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og SAMTAUGAR á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi, sem Heilaheill er aðili að. Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur