Laugardaginn 17. mars héldu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum, sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) með góðri aðstoð Harðar Högnasonar, hjúkrunarfræðings er hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni. Var þetta liður félagsins í að stuðla að vitund almennings um slagið (heilablóðfallið) […]
Miðvikudaginn 14. mars s.l. boðaði heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sjúklingafélög, m.a. HEILAHEILL, er fengu úhlutuðum styrk frá ráðuneytinu á sinn fund á Hótel Natura Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson veittu styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins. Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á að stjórnvöld væru með þessari styrkveitingu að heiðra hið óeigingjarna starf […]
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala síðasta þriðjudag í Los Angeles eftir að hún fékk snert af heilablóðfalli eða transient ischemic attac (TIA). Hún hlaut engan varanlegan skaða af og er á góðum batavegi. Að sögn lækna brugðust hún og eiginmaður hennar Einar Egilsson hárrétt við með því að leita strax læknis. „TIA-kast hefur […]
HEILAHEILL, félag slagþolenda (heilablóðfall), ætlar að koma á kaffifundum á landsbyggðinni, eins og það hefur gert að undanförnu á Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi og víðar og kynna fyrir landsmönnum um viðbrögð við áfallinu, meðhöndlun og endurhæfingu. Ætlunin er að vera með þessar kynningar á þekktum fundar/kaffistað í héraði, er almenningur getur sótt. Áformað er að kalla […]
Heilablóðföll eru þriðja algengasta dánarorsök á Vesturlöndum, næst á eftir kransæðastíflu og krabbameini. Langalgengast er að lokun verði á slagæð sem veitir blóðflæði til tiltekins svæðis í heila. Þetta gerist í um 85% tilfella, en í um 15% tilfella rofnar æð og veitir blóði út í vef sem veldur heilablóðfalli. Nærri lætur að um sex […]
Mín saga sem manns sem hefur fengið heilablóðfall er sjálfsagt ekkert frábrugðin mörgum öðrum. Ég veiktist 28. okt.2002 á Akureyri. Var fluttur til Reykjavíukur í aðgerð þá strax. Man ekkert eftir því ferðalagi hvorki suður eða norður. Man óljóst eftir jólunum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var síðan sendur í endurhæfingu á Kristnesspítala. Þar notaðist ég […]
Fulltrúar Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, formaður, Kristín Stefánsdóttir, Birgir Henningsson og Harpa Jónsdóttir sátu sem fulltrúar félagsins 33. þing landssambands fatlaðra Sjálfsbjargar, að Hátúni 12, í Reykjavík dagana 19. til 20. Þingið ályktaði um brýn málefni fatlaðra, sem m.a. varða stoðþjónustu og hjálpartækjamál. Sérstaklega var ályktað um væntanlegt frumvarp til laga um mannvirki, sem er í […]
Félagar Heilaheilla og gestir fylktu liði í rútu að Hátúni 12, laugardaginn 12. ágúst s.l. Góð þátttaka var og veður var hið ákjósanlegasta. Lagt var af stað að morgni og á leiðinni austur bauð formaður Heilaheilla alla velkomna og bað þá vel að njóta. Sól skein í heiði og fjallahringurinn sem og útsýnið til Eyja […]
Eins og greint var frá hér á heimasíðunni þá hafði Guðrún Jónsdóttir starfsmaður Glitnis, er fékk heilaslag 18.07.2006, forgöngu um að samstarfsmenn sínir hlypu til styrktar Heilaeheill í Glitnishlaupinu 19. ágúst s.l.. Þó svo að hún hafi ekki verið búin að jafna sig eftir áfallið, þá mætti hún á staðinn í hjólastól eins og áður […]
Miðvikudaginn 20.09.2006 var fundur í samskiptum fulltrúa SAMTAUGAR, samkvæmt yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og SAMTAUGAR á taugadeild sjúkrahússins B2 í Fossvogi, sem Heilaheill er aðili að. Í samstarfi félaga taugasjúklinga eru eftirtalin félög: Félag MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökin […]




