Árið 2007 var ég á mínu 35 aldursári, þriggja barna gift kona og var að byrja í söngnámi. Ég var alla tíð frekar heilsuhraust, reykti ekki, drakk lítið sem ekkert, meðgöngur og fæðingar barnanna minna höfðu gengið vel fyrir sig og ég var ávallt í eða undir kjörþyngd. Frá því ég man eftir mér hafði […]
Ég fékk blóðtappa þann 9. janúar 2004 og út frá því fékk ég heilablæðingu. Rétt áður en ég fékk þetta greindist ég með hjartaóreglu. En ég hafði verið með hana nokkuð lengi en það fannst ekki fyrr en rétt fyrir áramótin 2003-04. Ég var síðan sendur til hjartalæknis sem lét mig á blóðþynningu, þar sem […]
Ég var búin að vera með hausverk nokkuð lengi og tengdi það alltaf við vöðvabólgu og var því í nuddi vegna þess. Verkurinn lá frá öxl upp í auga. Ég var frá vinnu vegnahöfuðverks í 5 daga, á þeim tíma var ég búin að vera ælandi af hausverk, var búin að fá næturlækni heim sem […]
Sumarið var farið að láta á sér kræla og sálin lyfti sér til himna með síaukinni birtu. Dag einn þegar veðurspáin var óvenju hagstæð fyrir Norðurland ákváðum við að aka norður og dvelja eina helgi í húsi okkar í Hrísey. Ég hafði ekki komið í eyjuna frá því ég fékk þar heilablóðfallið tæpu ári áður. […]
Ég var búinn að finna fyrir svima og einhverri vanlíðan vikuna á undan en sinnti því ekki. Það var síðan á mánudagsmorgun, þegar ég vaknaði að ég var með höfuðkvalir, ógleði og svima. Ég ætlaði að fara fram úr rúminu en þá var ég nærri dottinn í gólfið, því mig svimaði svo mikið, ég varð […]
Mín saga sem manns sem hefur fengið heilablóðfall er sjálfsagt ekkert frábrugðin mörgum öðrum. Ég veiktist 28. okt.2002 á Akureyri. Var fluttur til Reykjavíukur í aðgerð þá strax. Man ekkert eftir því ferðalagi hvorki suður eða norður. Man óljóst eftir jólunum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var síðan sendur í endurhæfingu á Kristnesspítala. Þar notaðist ég […]
17.02.67Það var 17. febrúar 1967 þegar ég var á sjötta aldursárinu að ég var úti að leika mér með vinum mínum aftan við heimili mitt við Laugalæk 34, Reykjavík. Þar var til húsa í útihúsunum við bæinn Bjarg við Sundlaugaveg fyrirtæki sem útbjó stéttarsteina og við vinirnir vorum að klifra í stéttarsteinunum og ég var […]
Laugardaginn 15.september 2001 vakna ég um morguninn og finnst ég ekki eins og ég á að mér að vera,sjónin óskír og tungan eins og fjórföld.Ég hélt að ég væri að fá flensu og hugsaði að það gæti ekki komið á verri tíma þar sem ég þurfti að vinna mikið yfir daginn.Ég labba niður til að […]
Hér er frásögn af hetjuferli hans Magnúsar Jóels Til baka
Létt á fæti og kvik í hugsun á ný Ég var búin að vera með höfuðverk og þungan verk við endajaxl í nokkra daga. Föstudaginn 20.febrúar 2004 vaknaði ég snemma með 4 ára syni mínum eftir erfiða nótt vegna mikilla verkja. Þegar ég vakna þá er helmingurinn af andliti og höfði undirlagt af verkjum og […]