Ég var búinn að finna fyrir svima og einhverri vanlíðan vikuna á undan en sinnti því ekki. Það var síðan á mánudagsmorgun, þegar ég vaknaði að ég var með höfuðkvalir, ógleði og svima. Ég ætlaði að fara fram úr rúminu en þá var ég nærri dottinn í gólfið, því mig svimaði svo mikið, ég varð […]
Mín saga sem manns sem hefur fengið heilablóðfall er sjálfsagt ekkert frábrugðin mörgum öðrum. Ég veiktist 28. okt.2002 á Akureyri. Var fluttur til Reykjavíukur í aðgerð þá strax. Man ekkert eftir því ferðalagi hvorki suður eða norður. Man óljóst eftir jólunum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var síðan sendur í endurhæfingu á Kristnesspítala. Þar notaðist ég […]
17.02.67Það var 17. febrúar 1967 þegar ég var á sjötta aldursárinu að ég var úti að leika mér með vinum mínum aftan við heimili mitt við Laugalæk 34, Reykjavík. Þar var til húsa í útihúsunum við bæinn Bjarg við Sundlaugaveg fyrirtæki sem útbjó stéttarsteina og við vinirnir vorum að klifra í stéttarsteinunum og ég var […]
Laugardaginn 15.september 2001 vakna ég um morguninn og finnst ég ekki eins og ég á að mér að vera,sjónin óskír og tungan eins og fjórföld.Ég hélt að ég væri að fá flensu og hugsaði að það gæti ekki komið á verri tíma þar sem ég þurfti að vinna mikið yfir daginn.Ég labba niður til að […]
Hér er frásögn af hetjuferli hans Magnúsar Jóels Til baka
Vorið 1997 veiktist ég af því sem reyndist síðar vera heilaslag. Ég kastaði upp í þrjá sólarhringa og mamma mín sem var að reyna að hjálpa mér eldaði bláberjasúpu og fleira til að slá á uppköstin en ekkert gekk. Að lokum ákváðum við að hringja á lækni sem kom heim og sendi mig á Bráðavaktina […]
Dagurinn byrjaði vel, við mæðgur fórum í búðarráp að kaupa okkur sólavörn ofl, við vorum að fara til Portugal eftir viku. Ég fór niður í Baðhús í leikfimi kl.17.00 eins og ég var vön að gera á mán, mið, og föstudögum. Var í miðjum tíma þegar ég lá eins og skotinn á gólfinu er mér […]
Það vill svo til að ég get þakkað núverandi staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni að eiga eiginmann minn Ævar Hjartarson á lífi ennþá.Þess vegna langar mig til að segja þá sögu í von um að einhver muni átta sig á því hve völlurinn er mikilvægur hlekkur í því að bjarga mannslífum.Við erum búsett á Akureyri. Mánudaginn […]
Ég hafði alltaf verið heilsuhraust. Ég hafði unnið að því hörðum höndum að komast inn í draumaskólann minn í London. Búningahönnun fyrir leikhús var draumurinn. Ég flaug inn í skólann og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar bréfið barst mér. Enda fannst mér gráupplagt að fara núna, 27 ára gömul, þá yrði ég […]
Ég fékk verkefni að vinna úr Ég var staddur í eldhúsinu, árla morguns, er áfallið dundi yfir. Drakk morgunkaffið og fletti Morgunblaðinu, sem var nýkomið inn um lúguna. Að vísu hafði ég deginum áður leitað læknis, vegna flökurleika, höfuðverkjar og svima, en hann taldi enga hættu á ferðum og hugðist senda mig í jafnvægismælingu nokkrum […]