Mín saga sem manns sem hefur fengið heilablóðfall er sjálfsagt ekkert frábrugðin mörgum öðrum. Ég veiktist 28. okt.2002 á Akureyri. Var fluttur til Reykjavíukur í aðgerð þá strax. Man ekkert eftir því ferðalagi hvorki suður eða norður. Man óljóst eftir jólunum á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Var síðan sendur í endurhæfingu á Kristnesspítala. Þar notaðist ég […]
17.02.67Það var 17. febrúar 1967 þegar ég var á sjötta aldursárinu að ég var úti að leika mér með vinum mínum aftan við heimili mitt við Laugalæk 34, Reykjavík. Þar var til húsa í útihúsunum við bæinn Bjarg við Sundlaugaveg fyrirtæki sem útbjó stéttarsteina og við vinirnir vorum að klifra í stéttarsteinunum og ég var […]
Laugardaginn 15.september 2001 vakna ég um morguninn og finnst ég ekki eins og ég á að mér að vera,sjónin óskír og tungan eins og fjórföld.Ég hélt að ég væri að fá flensu og hugsaði að það gæti ekki komið á verri tíma þar sem ég þurfti að vinna mikið yfir daginn.Ég labba niður til að […]
Hér er frásögn af hetjuferli hans Magnúsar Jóels Til baka
Vorið 1997 veiktist ég af því sem reyndist síðar vera heilaslag. Ég kastaði upp í þrjá sólarhringa og mamma mín sem var að reyna að hjálpa mér eldaði bláberjasúpu og fleira til að slá á uppköstin en ekkert gekk. Að lokum ákváðum við að hringja á lækni sem kom heim og sendi mig á Bráðavaktina […]
Dagurinn byrjaði vel, við mæðgur fórum í búðarráp að kaupa okkur sólavörn ofl, við vorum að fara til Portugal eftir viku. Ég fór niður í Baðhús í leikfimi kl.17.00 eins og ég var vön að gera á mán, mið, og föstudögum. Var í miðjum tíma þegar ég lá eins og skotinn á gólfinu er mér […]
Það vill svo til að ég get þakkað núverandi staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni að eiga eiginmann minn Ævar Hjartarson á lífi ennþá.Þess vegna langar mig til að segja þá sögu í von um að einhver muni átta sig á því hve völlurinn er mikilvægur hlekkur í því að bjarga mannslífum.Við erum búsett á Akureyri. Mánudaginn […]
Ég hafði alltaf verið heilsuhraust. Ég hafði unnið að því hörðum höndum að komast inn í draumaskólann minn í London. Búningahönnun fyrir leikhús var draumurinn. Ég flaug inn í skólann og þurfti ekki að hugsa mig tvisvar um þegar bréfið barst mér. Enda fannst mér gráupplagt að fara núna, 27 ára gömul, þá yrði ég […]
Árið 2007 var ég á mínu 35 aldursári, þriggja barna gift kona og var að byrja í söngnámi. Ég var alla tíð frekar heilsuhraust, reykti ekki, drakk lítið sem ekkert, meðgöngur og fæðingar barnanna minna höfðu gengið vel fyrir sig og ég var ávallt í eða undir kjörþyngd. Frá því ég man eftir mér hafði […]
Ég fékk heilablóðfall 28. desember 2003. Þann dag fór fjölskyldan í gönguferð í Heiðmörk ásamt vinafólki. Þetta var langur göngutúr sem reyndi nokkuð á þar sem tveggja ára dóttir okkar var dregin á snjóþotu um alla Heiðmörkina. Þegar við komum aftur að bílnum og ég var að stíga inn í hann fékk ég gríðarlegan höfuðverk. […]