Mjög góður fundur Heilaheillaráðsins var haldinn í húsakynnum félagsins í Sigtúni 42, Reykjavík 5. maí s.l., er Gísli Ólafur Pétursson, stýrði. Í þessu ráði eiga sæti Bergþóra Annasdóttir (aðstandandi- Rvík.), Birgir Henningsson (slagþolandi – Rvík.), Kolbrún Stefánsdóttir (aðstandandi – stjórnarmaður – Rvík.), Sigríður Sólveig Stefánsdóttir (slagþolandi – Akureyri) Lilja Stefánsdóttir (slagþolandi – Reykjanes), Þórir Steingrímsson, […]
Miðvikudaginn 25. apríl fóru fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson og Birgir Henningsson, á Snæfellsnesið og kynntu starfsemi félagsins undir yfirskriftinni: “Tíminn skiptir máli”! Héldu þeir sinn fyrsta fund í Ólafsvík og síðan á Stykkishólmi og voru þeir vel sóttir. Farið var yfir reynslusögu sjúklings. Gerð var grein fyrir starfsemi félagsins og að hverju skuli stefnt. Meginmarkmið […]
Föstu – og laugardaginn 20.-21. apríl 2018 sátu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson, stefnumótaþing ÖBÍ (Öryrkjabandalag Íslands) á Grand Hóteli Íslands. Fyrir sefnamótaþingið var lagt fram álit og mat sex málefnahópa, er störfuðu samkvæmt nýjum lögum ÖBÍ 2014 og formenn þeirra voru kosnir á aðafundi 21. október 2017. Stjórn ÖBÍ valdi 6 […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram sjöunda apríl síðastliðinn og var sent út (streymt) á Facebókinni samkvæmt venju. Í kringum tíu áhorfendur fylgdust með honum á meðan honum stóð, m.a. frá Færeyjum og hægt er að sjá hann hér: Laugardagsfundurinn er ávallt 1. laugardag hvers mánaðar frá kl.11-13 og vel sóttur af félögum, aðstandendum og gestum þeirra. […]
Skagamenn voru áhugasamir um heimsókn fulltrúa HEILAHEILLA, þeirra Þóris Steingrímssonar, formanns félagsins, og Gunnars Guðjohnsen Bollasonar, meðlims félagsins, í Gamla Kaupfélaginu á Akranesi laugardaginn 24. mars 2018. Eftir kynningu formannsins, þá var sýnd myndbandsupptaka af framsögu Björns Loga Þórarinssonar, sérfræðings í almennum lyf- og taugalækningum á taugalækningadeild Landspítala Háskólasjúkrahúss, er hann hélt á læknaráðstefnu 25. […]
Steinunn A. Ólafsdóttir sjúkraþjálfari sem er í doktorsnámi í heilbrigðisvísindum við Háskóla Íslands og beinist verkefni hennar að fullorðnum einstaklingum sem hafa fengið heilaslag og skiptist verkefnið í tvo meginhluta. Annars vegar verður nú á vormánuðum send út könnun á þá sem fengu sitt fyrsta og eina heilaslag á tímabilinu 1.apríl 2016 til 1.apríl 2017. […]
Laugardaginn 17. mars héldu fulltrúar HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður og Baldur Kristjánsson stjórnarmaður til Ísafjarðar og funduðu með heimamönnum, sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum á HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða) með góðri aðstoð Harðar Högnasonar, hjúkrunarfræðings er hefur verið ráðinn sem framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá stofnuninni. Var þetta liður félagsins í að stuðla að vitund almennings um slagið (heilablóðfallið) […]
Miðvikudaginn 14. mars s.l. boðaði heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, sjúklingafélög, m.a. HEILAHEILL, er fengu úhlutuðum styrk frá ráðuneytinu á sinn fund á Hótel Natura Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður og Birgir Henningsson veittu styrknum viðtöku fyrir hönd félagsins. Í ávarpi sínu lagði ráðherra áherslu á að stjórnvöld væru með þessari styrkveitingu að heiðra hið óeigingjarna starf […]
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir var flutt á spítala síðasta þriðjudag í Los Angeles eftir að hún fékk snert af heilablóðfalli eða transient ischemic attac (TIA). Hún hlaut engan varanlegan skaða af og er á góðum batavegi. Að sögn lækna brugðust hún og eiginmaður hennar Einar Egilsson hárrétt við með því að leita strax læknis. „TIA-kast hefur […]
HEILAHEILL, félag slagþolenda (heilablóðfall), ætlar að koma á kaffifundum á landsbyggðinni, eins og það hefur gert að undanförnu á Akranesi, Reykjanesbæ, Selfossi og víðar og kynna fyrir landsmönnum um viðbrögð við áfallinu, meðhöndlun og endurhæfingu. Ætlunin er að vera með þessar kynningar á þekktum fundar/kaffistað í héraði, er almenningur getur sótt. Áformað er að kalla […]