Edda Þórarinsdóttir, gjaldkeri félgasing, Þórir Steingrímsson, formaður, veittu viðtökustyrks er Glitnir veitti er safnast hafði saman við Reykjavíkurmaraþonið. HEILAHEILL var veglega styrktur 2007 vegna vasklegrar framgögnu þeirra Guðrúnar Jónsdóttur og Sigurðar H Sigurðarsonar, en þau hlupu á s.l. ári, en hún fékk heilaslag 2005. Nú voru mörg félög er fengu styrk og lagði starfsfólk Glitnis […]
Fulltrúar HEILAHEILLA, þau Guðfinn Heiða Axelsdóttir, Bergþóra Annasdóttir og Ingólfur Margeirsson sátu ráðstefna laugardaginn 27. september 2008 um notendastýrða þjónustu(borgarastýrða persónubundna aðstoð (BPA)) undir heitinu “Að vita sjálfur hvar skóinn kreppir”. Ráðstefnan var haldin á Grand hótel Reykjavík á vegum Félagsins FFA, Fræðsla fyrir fatlaða og aðstandendur, sem í eru Sjálfsbjörg lsf, Þroskahjálp, Styrktarfélag lamaðra […]
Formaður HEILAHEILLA tók þátt í pallborðsumræðum á vegum Hákóla Íslands, – umræðufundur með hjúkruanrfræðinemum er fór fram í fundarherbergi HT300 á 3. hæð í Háskólatorgi, 9. sept. s.l. er Helga Jónsdóttir prófessor í hjúkrun langveikra við Hjúkrunarfræðideild HÍ stjórnaði. Þarna voru einnig fulltrúar frá Geðhjálp. Margar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúa sjúklingana og snérist umræðan meira og minna […]
Heilaheill hélt sinn fyrsta „Laugardagsfund“ 6. september s.l. og var hann vel sóttur. Formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu og nokkrir talsmenn málefnahópanna greindu frá stöðu hvers hóps fyrir sig og greindu frá því hvað væri framundan, s.s. Slagdagurinn, Styrktartónleikar á vegum Faðms, málþing um notendastýrða þjónustu í september o.s.frv.. Formaðurinn greindi frá því er kom […]
Reykjavíkurmaraþon Glitnis var 23. ágúst s.l. og í tengslum við hlaupið gafst starfsmönnum og viðskiptavinum GLITNIS tækifæri á að “hlaupa til góðs” þ.e. bankinn styrkir góðgerðarfélag að vali viðskiptavinar um ákveðna fjárhæð. Heilaheill var með kynningaraðstöðu í Lagardalshöll daginn fyrir hlaupið ogtóku margir félagar í að gera veg HEILAHEILL sem mestan. Formaðurinn Þórir Steingrímsson, Edda […]
Fjöldi manns styrkti HEILAHEILL á síðastliðnu ári með því að taka þátt í hlaupinu og hétu á þá sem hlupu og kann félagið þeim miklar þakkir fyrir. Nú er hafinn aftur undirbúningur Glitnishetjur félagsins, þau Guðrún Jónsdóttir og Sigurður H Sigurðarson, munu vera í forsvari fyrir félagið í hlaupinu s:8247171 og s:8637255 og er hægt að […]
Aðalfundur Hollvina Grensásdeildar var haldinn í Safnaðarheimili Grensáskirkju miðvikudaginn 2. júlí sl.. Var hann fjölsóttur og eftir skýrslu formanns, Gunnar Finnsonar, sem er rekstrarhagfræðingur og fv. varaframkvæmdastjóri hjá Alþjóðaflugmálastofnuninni, tóku nokkrir fundarmenn til máls, m.a. Stefán Yngvason sviðsstjóri lækninga, endurhæfingarsviðs á Grendásdeildar, Ásgeir B. Ellertsson, fyrrum yfirlæknir á Grensásdeild, Guðrún Pétursdóttir, starfsmaður Háskóla Íslands, Edda Bergmann […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sótti fund er heilbrigðisráðherra Guðlaugur Þór Þórðarson boðaði til íheilbrigðisráðuneytinu föstudaginn 13. Júní s.l. að Vegmúla 3. Þórir sat fundinn f.h. framkvæmdastjórnar SJÁLFSBJARGAR og HEILAHEILLA, ásamt fulltrúum annarra hagsmunaaðila sjúklingafélaga og öryrkja, þá innan ÖBÍ o.fl.. Þarna voru einnig fulltrúar frá félagþjónustu Reykjavíkurborgar, Jórunn Frímannsdóttir, Stella Viktorsdóttir auk fulltrúa ráðuneytisins o.fl. er kynntu breytingar sem […]
Þann 27. maí sl. hittust fulltrúar SAMTAUGAR [sem Heilaheill er aðili að] og LSH á B2, á grundvelli yfirlysingar er aðilar undirrituðu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og félaga taugasjúklinga á taugadeild sjúkrahússins 2005, að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, þáverandi heilbrigðisráðherra, er vottaði samkomulagið með undirskrift sinni. Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) telur það skyldu sína að rækta […]
Mánudaginn 26. maí sl. var kynningarfundur um notendastýrða þjónustu í Hátúni 12, Reykjavík, sal Sjálfsbjargar á höfuðborgarsvæðinu undir heitinu: Notendastýrð þjónusta: Hugmyndafræði og framkvæmd Nokkrir fulltrúar Heilaheilla vou á fundinum, auk Þóris Steingrímssonar, formanns, voru þau Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, fræðslufulltrúi Heilaheilla, Gunnar Finnsson, rekstarhagfræðingur formaður Hollvinafélags Grensásdeildar og Margrét Sigurðardóttir, félgasfræðingur á Grensásdeild. Á […]