Haldinn var aðalfundur Hollvinafélags Grensásdeildar í Grensáskirkju miðvikudaginn 30. júní 2007. Formaðurinn Gunnar Finnsson,rekstrarhagfræðingur og fyrrverandi aðstoðarframkvæmdastjóri hjáalþjóðaflugmálastofnuninni, flutti skýrslu stjórnar sem hægt er að nálgast hér.Til máls tóku Stefán Yngvason, sviðsstjórilækninga, endurhæfingarsviðs Grensásdeildar og þakkaði formanni fyrir góða skýrslu. Vænti hann nokkurs af samstarfi við félagið. Kom fram, undir fyrirspurnum, að tryggingafélagiðSjóvá hafi tekið […]
Norðurlandsdeild Heilaheilla var stofnuð formlega mánudaginn 21. maí áfjölsettum fundi í fundarsal Einingar Iðju að Skipagötu 14 á Akureyri. Helstu skipuleggjendur að stofnun deildarinnarhafa verið Ingvar Þóroddsson,endurhæfingarlæknir á FSA, Kristnesi í Eyjafirði, Gunnhildur Hjartardóttir, Ævarr Hjartarson, Páll Jónsson, FinnurMagnússon og Helga Sigfúsdóttur sjúkraþjálfari, FSA. Fundinn sóttu einstaklingar sem hafa orðiðfyrir heilaslagi, aðstandendur, hjúkrunarfólk, annað fagfólk […]
Vel sóttur fundur Landssambandsstjórnar Sjálfsbjargar varhaldinn í dag í “Rauða” salnum” að Hátúni 12,Reykjavík og mættu fulltrúar aðildarfélaganna. Fjallað var um skýrslu stjórnarer Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, flutti og fjárhagsstaða samtakanna varkynnt af Kolbrúnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra. Heilaheill er aðildarfélag að Sjálfsbjörg oger Þórir Steingrímsson, formaður, gjaldkeri framkvæmdastjórnar. Þá kom Tryggvi Friðjónsson, framkvæmdastjóriSjálfsbjargarheimilisins í heimsókn og […]
Það var fjölsóttur laugardagsfundur Heilaheilla erhlustaði á Dr. Eirík Örn Arnarson, forstöðusálfræðing Sálfræðiþjónustu á endurhæfingarsviðiLandspítala – Háskólasjúkrahúsi, Reykjavik, er hann fjallaði um hugtakið“Líftemprun” [Biofeedback]. Benti hann ásálfræðilega meðferð er eykur á möguleika fyrir einstaklinga að byggja sig uppmeð réttri lækningaaðferð, þá jafnvel eftir heilaslag. Fundarmenn voru sammála um að á stigibráðameðferðar, gæti slík einstaklingsbundinn meðgerð […]
Menningarsjóður Landsbankans styrkti HEILAHEILL, ásamt 74 öðrum félögum, um eina milljón króna hvert 11.04.2007. Edda Þórarinsdóttir, gjaldkeri félagsins og í framvarðasveit þess, veitti styrknum viðtöku. Málefnin eru öll í þjónustunni Leggðu góðu málefni lið í Einkabanka og Fyrirtækjabanka Landsbankans sem gerir öllum viðskiptavinum Landsbankans kleift að leggja sitt af mörkum til samfélagsins. Heilaheill þakkar Landsbankanum fyrir […]
Vel sóttur “Laugardagsfundur” Heilaheilla var haldinn 7. apríl s.l. í Rauða sal Sjálfsbjargarhússins að Hátúni 12, Reykjavík. Eftir stutta skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, hélt formaður Sjálfsbjargar Ragnar Gunnar Þórhallsson kynningu á skýrslu nefndar forsætisráðuneytisins um endurskoðun örorkumats og eflingu starfsendurhæfingar. Var þetta erindi upphaf þeirrar kynningar sem Ragnar Gunnar hyggst halda í aðildarfélögum Sjálfsbjargar lsf. […]
Fulltrúar þeirra fjölmörgu Íslendinga sem hafa nýlega notið þjónustu Landspítala háskólasjúkrahúss [LSH] mættu í fundaraðstöðu Grensásdeildar að beiðni framkvæmdastjórna LSH. Var hópnum ætlað að gefa álit sitt á skipulagi sjúklingaþjónustunnar á hinu nýja sjúkrahúsi við Hringbraut, sem nú er í undirbúningi, þar sem leitast er við að tryggja að hagsmunir sjúklinganna og þarfir þeirra verði […]
Haldin var fjölmenn ráðstefna á vegum ÖBÍ og Vinnumálastofnunnar í samstarfi við Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins fimmtudaginn 22. mars 2007 undur forskriftinni “Ný tækifæri til atvinnuþátttöku”. Hluti framkvæmdastjórnar Sjálfsbjargar sótti ráðstefnuna, formaðurinn Gunnar Ragnar Þórhallsson og Þórir Steingrímsson, gjaldkeri, en hann er formaður Heilaheilla. Ráðstefnan var haldin í Gullhömrum og voru fyrirlestrar. Geir H. Haarde, forsætisráðherra setti ráðstefnuna […]
Þriðjudaginn 06.03.2007 hélt Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA fyrirlestur um félagið fyrir sjúklinga og starfslið Grensásdeildar. Margar spurningar voru lagðar fram og þetta er liður í starfsemi félagsins að koma fróðleik á framfæri um sjúkdóminn, endurhæfinguna og þá ekki síður um stöðu aðstandenda. Til baka
Hinn reglulegi laugardagsfundur HEILAHEILLA fór fram í “Rauða salnum” 03.03.2007. Þórir Steingrímsson, formaður, skýrði frá stofnun “Norðurdeildar” félagsins og greindi frá stöðu mála. Svo var fundurinn tileinkaður málefnahópum er Ingólfur Margeirsson, rithöfundur og sagnfræðingur, kynnti. Á næstunni mun félagið standa fyrir stofnun eins slíks málefnahóps, sem Ingólfur stýrir, og verður það þá kynnt á vegum […]