Haldinn var undirbúningsfundur “Norðurdeildar” Heilaheilla í Alþýðuhúsinu á Akureyri mánudaginn 19.02.2007. Fundurinn var vel sóttur af sjúklingum, aðstandendum og fagaðilum. Páll Jónsson var fundarstjóri og þeir Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla og Ingvar Þóroddsson, endurhæfingarlæknir í Kristnesi, FSA, héldu framsögu og svöruðu fyrirspurnum. Þá var einnig gestur fundarins Ragnar Axelsson [RAX], úr framfarðasveit Heilaheilla. Á fundinum voru […]
Hinn árlegi viðburður, í lok hvers starfsárs, hefur stjórn félagsins gert með sér glaðan dag. Hafa stjórnameðlimir, sem og aðrir félagar er hafa lagt mikið af mörkum fyrir félagið, farið yfir farinn veg og komið saman, snætt og farið í leikhús. Í þetta skiptið var horft á einleikinn “Pabbinn” í Iðnó, við góðar undirtektir. Sjá […]
Fjölsóttur laugardagsfundur HEILAHEILLA var haldinn 3. febrúar að Hátúni 12 um málefni aðstandenda og tókst vel. Eftir að Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, flutti sína skýrslu, hélt Jónína Hallsdóttir, hjúkrunarfræðingur, erindi undir yfirskriftinni “Gott er að eiga góða að” og svaraði fyrirspurnum. Margir sýndu málefnum aðstandenda mikinn áhuga og er sjáanlegt var að það verður eitt […]
Laugardaginn 27. janúar s.l. var haldinn fundur í framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar lsf, sem þau Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður, Kolbrún Dögg Kristjánsdóttir, varaformaður, Þórir Steingrímsson, gjaldkeri [form. Heilaheilla], Anna Guðrún Sigurðardóttir, ritari og Herdís Ingvadóttir, meðstjórnandi sátu, ásamt Kolbrúnu Stefánsdóttur, framkvæmdastjóra. Ýmis mál voru rædd og á sér stað mikil endurskoðun á allri starfsemi samtakanna í tengslum […]
Fimmtudagsmorguninn 25. janúar kl.07:00 flutti Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, fyrirlestur um félagið á morgunfundi Rotary-klúbbnum Straumi, á veitingastaðnum Hóteli Víkings, í Hafnarfirði. Drukkið var morgunkaffi, eftir morgunleikfimi og klúbbfélagar sýndu málefninu mikinn áhuga og margar spurningar voru lagðar fram. “Slagkorti” sem og ”Fyrstadagkorti” félagsins var dreift og nokkrir fundarmenn sögðu formanninum frá reynslu sinni af […]
Á síðast fundi HEILAHEILLA laugardaginn 6. janúar s.l., fluttu þau Helgi Seljan, fyrrum alþingismaður og formaður fjáröflunarnefndar Heilaheilla og Edda Þórarinsdóttir, leikkona og í framvarðasveit Heilaheilla, skemmtilega dagskrá, eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar. Eftir flutning Eddu tók Helgi til máls og fór með erindi sitt um sögu félagsins frá fyrri tíð. Þetta erindi Helga er […]
Starf HEILAHEILLA hefur vakið athygli, þar á meðal alþingismanna, sem og annarra ráðamanna. T.d. var Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðisráðherra, á málþingi félagsins sem haldið var 21. október s.l.. Það var haldið í Súlnasal Hótel Sögu, Radisson SAS, undir heitinu “Áfall, en ekki endirinn!” þar sem sérfræðingar, hver á sínu sviði, læknar, hjúkrunarfræðingar, taugasálfræðingar, sjúkraþjálfarar, talmeinafræðingar, iðjuþjálfarar, […]
Fulltrúi HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður, tók þátt í “pallborðsumræðum” í Heilbrigðis og tryggingamálaráðuneytinu 12. desember s.l. sem var ”Samráðsfundur um endurhæfingu”. Þar stjórnaði Guðrún Sigurjónsdóttir, f.h. ráðuneytisins umræðum og fulltrúar sjúklingafélaganna, [þiggjenda] s.s. frá Blindrafélaginu, Hjartavernd, Þroskahjálp, Gigtarfélaginu, Öryrkjabandalaginu, o.fl.. , mættu Þar var hverjum fulltrúa var gefinn kostur á því að koma sjónarmiðum hvers félags fyrir sig á […]
Föstudaginn 29. desember s.l. þá veitti ALCAN, meðal annarra, styrk til HEILAHEILLA við athöfn sem haldin var á Veitingahúsinu Café Aroma, í Miðbæ Hafnarfjarðar, þá fyrir framlag sitt til að sinna málefnum fólks sem hefur hlotið skaða vegna heilablóðfalls. Er ALCAN fluttar bestu þakkir fyrir og kemur þetta framlag sér vel fyrr starfsemi félagsins. Til […]
Þann 20.12.2006 hittust fulltrúar SAMTAUGAR og LSH á B2, en ár er liðið upp á dag frá því aðilar undirrituðu yfirlýsingu um samstarf með Landspítala-háskólasjúkrahúss og félaga taugasjúklinga á taugadeild sjúkrahússins , að viðstöddum Jóni Kristjánssyni, þá verandi heilbrigðisráðherra, er vottaði samkomulagið með undirskrift sinni. Landspítali – háskólasjúkrahús (LSH) telur það skyldu sína að rækta samband við […]