Það var 17. febrúar 1967 þegar ég var á sjötta aldursárinu að ég var úti að leika mér með vinum mínum aftan við heimili mitt við Laugalæk 34, Reykjavík. Þar var til húsa í útihúsunum við bæinn Bjarg við Sundlaugaveg fyrirtæki sem útbjó stéttarsteina og við vinirnir vorum að klifra í stéttarsteinunum og ég var […]
Fimmtudaginn 28. maí tóku þau Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur, Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA þátt í stjórnar-fjarfundi NORDISK AFASIRÅD í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Tengdist fundurinn til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og rætt var um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum. Fyrir fundinum lá fyrir að Ísland veitti ráðinu forystu […]
17. maí sat formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, glæsilegan ársfund Landspítalans 2019, í Silfurbergi Hörpu, þar sem farið var yfir rekstur hans og á hvaða stigi byggingar hans væru og þá hver fjárhagsstaðan er. Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávapaði fundarmenn á myndskeiði og rómaði starfsfólk og uppgang heilbrigðisþjónustunnar. Í umfjöllun Páls Matthíassonar, fram-kvæmdastjóra spítalans, vöktu ummæli hans […]
Dagana 8. og 9. apríl 2019 hélt HEILAHEILL kynningarfundi um slagðið, á Sigló Hótel, Siglufirði og á Kaffi Krók, Sauðárkróki, undir slagorðunum, “Látum slag standa”! Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, setti fundina, bauð alla velkomna og síðan tók Páll Árdal, talsmaður félagsins á Akureyri, við og sagði frá starfsemi þess og hvaða þjónustu það veitti Norðlendingum. […]
Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill Í ár er lögð áhersla á að fólk hugsi um sitt eigið hjarta og ástvina sinna, „hjartað mitt og […]
Stjórnarfundur HEILAHEILLA haldinn miðvikudaginn 27. september 2017 kl.17:00 að Sigtúni 42, 105 Reykjavík með tengingu á Akureyri. Mættir: Þórir, Baldur, Axel. Kolbrún hafði boðað forföll, Páll mættur í fjarvist. Dagskrá: 1. Formaður gefur skýrslu um stöðu félagsins. Formaður setti stjórnarfund. Fór yfir starfið í sumar. Laugardagsfundi, nýjungar í meðferðum á íslenskum spítölum, rakti fund á […]
Heillaráðið 2008 LSH 12.09.2005Fundur ÖBÍFyrsti fundur með LSHAðalfundur 2006Hollv GrenEiríksstaðafundurinnFundur 1. apríl 2006Stofnf Hollv GrenÞing lsb SjálfsbFerðalag 2006Afh 24. ág 2006Fundur 2. septEsjuganga SævarsHeilaskaðiLaugardagur 7. oktFræðsluf 10.10.2006Málþing SAGAFræðsluf 23.10.2006Fræðsla aðstandendaVestmannaeyjar 2011Laugardagsf 041106Endurm HI 06DómkirkjusöfnuðurinnÞing SjálfsbjargarAfhending 28. nóv 2006SAMTAUGLaugardagsf 6. janRotary HafnafFrkstj. SjálfsbLeikhus 10.02.2007Laugardagsf 3. FEBAkureyri 19.02.2007Aðalfundur 2007KvikanLf 03.03.2007Ráðstefn ÖBÍGrensásdeildarfundurinnLf 07.04.2007Styrkur LÍLiftp 05.05.2007Sjbj 19.05.2007Akureyri-NorðurdeildHEILLARÁÐIÐAðalf HG […]
Ársreikningur 2017 Efnisyfirlit Bls. Staðfesting stjórnar 2 Áritun 3 Rekstrarreikningur 4 Efnahagsreikningur 5 Skýringar 6 Staðfesting stjórnar Stjórn Heilaheills staðfestir hér með ársreikning þennan fyrir árið 2017 með áritun sinni. Reykjavík, 23. febrúar 2018 Áritun skoðunarmanna Við undirritaðir kjörnir skoðunarmenn Heilaheils höfum yfirfarið bókhald og ársreikninginn fyrir árið 2017 í samræmi við ákvæði 34. […]