Frjósamar og merkar umræður voru á 1. undirbúnings-fundi SAP-E hér á landi á Landspítalanum 27. júní 2023. Þennan fund sátu Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga-sjúklinga, Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, taugalæknir og nýráðinn yfirmaður B-2, Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir og Finnbogi Jakobsson, taugalæknir á Grensásdeild f.h. fagaðila og […]
Grensásdeild er ekki bara stofun,- heldur er hún það fólk, sem þar vinnur! Þeir heila-blóðfallssjúklingar er þar hafa verið í endurhæfingu eftir afleiðingar slags, eiga mikið að þakka því starfsfólki er þar vinnur! Byggt á þekkingu og reynslu í hálfa öld! Langt mál yrði að rekja sögu deildarinnar, en endrum og eins hefur starfsemin hennar […]
Að venju var laugardags-fundur HEILAHEILLA haldinn, nú 1. apríl, þá í nýrri og endurbyggðri aðstöðu félagsins í húsa-kynnum “Réttindasam-takanna ÖBÍ”, – og sendur út á “netinu”, var sannanlega ekkert “aprílgabb”! Eftir stuttann inngangspstil formannsins, Þóris Steingrímssonar, hélt Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga erindi um ANGELS-átakið hér á landi, en […]
Því miður er fylgni milli fjölda heilablóðfalla og aukinni velferð í Evrópu. Áætlað er að um 2 einstaklingar fái heilablóðfall á dag hér á landi, sem er um 0,18 % af 387.758 skráðum íbúum. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat ráðstefnu í Riga, Lettland 2023 21-23 mars s.l. á vegum SAPE sem er samevrópskt frumkvæði ESO og SAFE um […]
Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Finnbogi Jakobsson, tugalæknir sátu u.þ.b. 200 manna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) frá 47 Evrópuríkjum, í Barcelona, Catalóníu, Spáni, 9. mars sl.. Þarna komu fram margir fyrirlesarar, m.a. frá Írlandi, Skotlandi, Englandi og vöktu athygli, þar sem þeir sjálfir höfðu fengið heilablóðfall og greindu frá athyglisverðum og vísindalegum niðurstöðum […]
Fyrsti reglulegi “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA var haldinn 4. mars s.l. í endurnýjuðu fundarhúsnæði ÖBÍ, að Sigtúni 42, Reykjavík, þar sem Sindri Már Finnbogason, fyrrum framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins TIX, flutti áhrifamikla ræðu. Þar fór hann yfir sína reynslu af slaginu og fannst fundarmönnum mikið til hans máls koma. Fannst honum að ríkisframlag til félagsins, væri ekki í samræmi […]
Fjölsóttur aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 25. febrúar 2023 í nýuppgerðu húsnæði félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík (Réttindasamtakanna ÖBÍ) og með nettengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, 600 Akureyri. Aðalfundur fór fram samkvæmt venju, Gísli Ólafur Pétursson, var kjörinn formaður og Sædís Þórðardóttir, fundarritari. Formaðurinn Þórir Steingrímsson fór yfir skýrslu stjórnar og Páll Árdal […]
Laugardaginn 29. október á ALÞJÓÐADEGI HEILA-BLÓÐFALLSINS (World Stroke day) héldu íslenskir, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar heilbrigðisþjónustunnar, – ásamt slagþolum, – starfsmenn auglýsingaþjónustunnar Athygli ehf., – gestum og gangandi í Kringlunni, Smáralindinni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri upp á ókeypis ráðgjafaþjónustu er varðar heilablóðfallið, upplýsingar um lýðheilsu, forvarnaratriði varðandi slagið frá kl.12:00-16:00! Samhliða birti FRÉTTA-BLAÐIÐ sérblað […]
Fulltrúar félaga “langveikra”, HJARTAHEILLA, NEISTANS, FÉLAGS GIGTVEIKRA og HEILAHEILLA sátu fyrir svör-um hjúkrunarfræðinema við Háskóla Íslands, þar sem margar fyrirspurnir voru lagðar fram. Þetta hefur verið árlegur fundur aðila og þá fá sjúklingafélögin tækifæri á að koma málefnum sínum á fram-færi. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson greindi frá sinni reynslu af heilablóðfallinu og hvatti hjúkrunarfræðinem-anna að […]
Mikil bjartsýni var með fulltrúum slagsjúklinga á ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe), á árlegri ráðstefnu samtakanna í Þessalóníku, Makidóníu, Grikklandi núna 6. október 2022, er Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA sat. Stefnan er að draga úr fjölgun heilablóðfalla um 10% fyrir 2030, er það í samræmi við heilbrigðisáætlun íslenskra heilbrigðisyfirvala. HEILAHEILL gerðist aðili að samtökunum 2011 og […]