Ekki láta Akureyringar, norðurdeild HEILAHEILLA heimsfaraldinn hafa áhrif á sig, héldu sinn reglu-lega kaffifund, sem er mánaðarlega, annan mið-vikudag hvers mánaðar, 10. nóvember s.l. á Greif-anum og er öllum opinn. Þar er veittur kaffisopi og meðlæti, – þeim að kostnaðarlausu. Er þeim er hafa áhuga á slaginu, forvörnum, meðferð og endurhæfingu, velkomið að þiggja gott kaffi […]
Auglýsingastofan ATHYGLI e.h.f. og HEILAHEILL hafa í hyggju að vera með frekara samstarf um alþjóðlegt verkefni ANGELS, ætlað börnum á leikskólaaldri, er nefnist FAST-hetjurnar, í samvinnu við Marianne Elisabeth Klinke, er veitir fræðsludeild Landspítalans forstöðu. Bryndís Nielsen, ráðgjafi, frá auglýsingastofunni mætti á laugardagsfund HEILAHEILLA 6 nóvember, s.l. og fylgdu þessu eftir. Þarna er um að ræða […]
Fjölsóttur aðalfundur Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) var haldinn um helgina, er voru fulltrúar aðildarfélaganna vígreifir með áframhaldandi baráttu fyrir málefnum sinna skjólstæðinga. Fulltrúar HEILAHEILLA, þeir Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson ritari og Sævar Guðjónsson fóru glaðbeittir á fundinn. Fór hann mjög vel fram og beittu fundarstjórarnir fjarfundabúnaði um samskiptin, þar sem á fjórða tug fulltrúa […]
Þegar hafa staðið yfir tökur á kvikmyndinni “Ef heilinn fær slag” og hefur kvikmyndafyrirtækið EPOS ehf., er Páll Kristinn Pálsson fjölmiðlamaður stýrir, haft veg og vanda um gerð hennar. Maður fær slag í óbyggðum, notar Heila-Appið! Kemur Neyðarlínan þá þarna við sögu, björgunarsveitir, sjúkrabifreiðar, bráðaliðar, áhöfn þyrlu, læknar, sérfræðingar í bráðamóttöku spítala o.fl.. Ætlunin er að […]
Aðalfundur HEILAHEILLA haldinn í aðstöðu félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, með tengingu í gegnum ZOOM-forrit, í sal Einingar-Iðju Skipagötu 4. september 2021, 600 Akureyri, 4.september 2021 kl.13:00. Fundarstörf fóru fram samkvæmt lögum félagsins og var Gísli Ólafur Pétursson, kosinn fundarstjóri. Undir lið skýrslu stjórnar flutti formaðurinn, Þórir Stein-grímsson, stutt yfirgrip yfir starfsemi félagsins 2020 […]
Nú standa yfir tökur kvikmyndafyrirtækisins EPOS ehf. á heilablóðfallinu fyrir HEILAHEILL og um viðbrögð Neyðarlínunnar, sjúkrabifreiða og þyrlu vegna útkalls á slaginu.Tíminn er naumur!Í myndinni kemur fram hvernig einstaklingur sem er staddur á víðavangi og hefur heila-appið í snjallsíma sínum, bregst við þegar hann kennir sér fyrstu einkenni heilablóðfallsins, m.a. málstol og getur þar af […]
Nú standa yfir tökur á fræðslukvikmynd um slagið fyrir HEILAHEILL. Þessi kvikmynd er ætluð fyrir sjónvarp og verður frumsýnd í tengslum við “Slagdaginn”, 29. október 2021, sem er alþjóða-dagur heilablóðfallsins (World Stroke Day). Er hún gerð í því skyni að fræða landsmenn um hvernig hægt er að koma í veg fyrir frekara skaða vegna slags, […]
Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, var þátttakandi á aðalfundi SAFE sem var haldinn 16. júní s.l. og fóru aðalfundarstörf fram skv. venju. Fram kom að Litháen hefur gengið til liðs við Úkraínu, sem annað land til að fá stjórnvöld til þess að undirrita viljayfirlýsinguna um evrópska aðgerðaráætlun SAP-E, sem HEILAHEILL hefur þegar sent íslenskum stjórnvöldum erindi […]
Talmeinafræðingar á Norðurlöndum þinguðu á netráðstefnu NORDISK AFASI (Nordic Aphasia) fimmtudaginn 10. júní, er Ísland veitir formennsku um þessar mundir. Leiðir Þórunn Hanna Halldórs-dóttir, yfirtalmeinafræðingur á Reykjalundi og aðjúnk við HÍ þá vinnu. Er ljóst að sérfræðingar á hinum Norðurlöndunum eru lengra komnir í baráttu sinni við þennan fötlunarflokk, þar sem gagnagrunnar eru marktækari þar […]
Fyrir dyrum stendur til að félagið HEILAHEILL taki þátt í sameiginlegri aðgerðaráætlun SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), þar sem fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taka höndum saman er varðar heilablóðfallið, byggt á undirrituðu samkomulagi er samtökin ESO (European Stroke Association) og SAFE (Stroke Alliance For Europe) gerðu með sér 2018, þar sem gert er ráð fyrir að hvert land fyrir […]