HEILAHEILLARÁÐIÐ fundaði 20.03.2009 þar sem fjallað er um framtíðaráform félagsins og mættu þau Þórir Steingrímsson [formaður], Edda Þórarinsdóttir [gjaldkeri], Guðrún Jónsdóttir [Glitnishópurinn], Sigurður H Sigurðarson [aðstandendur], Birgir Henningsson [ferðahópurinn], Pétur Rafnsson [fjáröflunarhópurinn] og Albert Páll Sigurðsson [fagaðili+stjórn] en þau Katrín Júlíusdóttir [Faðmur], Helga Sigfúsdóttir [norðurdeildin], Ingólfur Margeirsson [fræðsluhópurinn] og Gunnhildur Þorsteinsdóttir [kaffihópurinn] boðuðu fjarveru sína og […]
Að venju var laugadagsfundur HEILAHEILLA haldinn 7. mars sl. og var Linda Stefánsdóttir, forstöðumaður HRINGSJÁR, sérstakur gestur fundarins. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, flutti Linda fróðlegt erindi um endurhæfingarskólann Hringsjá og með hvaða hætti er komið á móts við þarfir einstaklingsins í námi. Tekið var til umræðu um notendastýrða þjónustu og með hvaða hætti hún […]
Aðalfundur Heilaheilla var haldinn laugardaginn 28. febrúar í Hringsal LSH og með fjarfundabúnaði til Sjúkrahússins á Akureyri . Formaður Þórir Steingrímsson setti fundinn og bauð gesti velkomna og flutti skýrslu stjórnar. Kom hann m.a. inn á eitt af meginmarkmiðum félagsins sem er að koma þekkingu um sjúkdóminn slag á framfæri. Einnig ræddi hann mikilvægi málefnahópa […]
Hjartavernd stóð fyrir vitundarvakningu í Ráðhúsinu 22. febrúar 2009 sem var Konudagurinn og bað HEILAHEILL um þátttöku í því. Albert Páll Sigurðsson, taugasérfræðingur og stjórnarmaður HEILAHEILLA flutti m.a. fyrirlestur. Fulltrúar félaganna, þau Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, Gunnar Finnsson, formaður Hollvina Grensásdeildar, Edda Þórarinsdóttir, gjaldkeri HEILAHEILLA, Guðrún Pétursdóttir, stjórnamaður í Hollvinum Grensásdeildar og Birgir Henningsson, félagi […]
Fyrsti stjórnarfundur HEILAHEILLA var haldinn í fundarherbergi B2 Taugadeildar Landspítalans í Fossvogi. Þar voru nokkur mál tekin fyrir, en aðalumræðuefnið var undirbúningsvinna fyrir aðalfundinn sem verður haldinn 28. febrúar 2009 kl.14:00 í Hringsalnum, við Hringbraut. Þá var einnig rædd þátttaka HEILAHEILLA í „Go red for whomen“, sem verður í Ráðhúsinu í Reykjavík 22. febrúar n.k.. […]
Venjubundinn og fjölsóttur laugardagsfundur félagsins var haldinn í Rauða salnum, í Sjálfbjargarhúsinu, Hátúninu 7. febrúar s.l.. Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, flutti skýrslu um stöðu félagsins og að framundan væri aðalfundur þess 28, febrúar n.k. Eftir skýrslu sína bauð hann sérstaklega velkominn gest fundarins, Eyvind Erlendsson, bónda, smið, rithöfund, þýðanda, ofl., er hafði orðið fyrir slagi […]
Norðurlandshópur Heilahella stóð fyrir fundi að Bugðusíðu 1,sal Félags eldri borgara fimmtudaginn 26.janúar kl 17,00 Álfheiður Karlsdóttir iðjuþjálfi Hjálpartækjamiðstöð TR í Kristnesi var með spjall um ýmis hjálpartæki til nota við daglegt amstur.Að loknu spjalli var áheyrendum gefin kostur a að spyrja og skoða hlutina. Var spjalli hennar mjög vel tekið og spunnust fjörugar um […]
Fyrsti laugardagsfundur Heilaheilla var haldinn á nýju ári 3. janúar og var fjölsóttur. Flutti Þórir Steingrímsson, formaður, stutta skýrslu um stöðu félagsins. Þá var sérstaklega boðin velkomin á fundinn Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, arkitekt, er fékk heilaslag 2001 og eftir aðdáunarverða endurhæfingu hefur henni hefur tekist að vinna á bug á áfallinu og er komin aftur […]
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, formaður styrktarsjóðsins Faðms og Birgir Henningsson, stjórnarmaður tóku við jólastyrk Lyfjavers í húsakynnum þess að Suðurlandsbraut 22. Faðmur er styrktarsjóður á vegum HEILAHEILLA, styrkir foreldra sem hafa fengið heilablóðfall og sem eru með börn 18 ára og yngri á framfæri sínu. Það var Aðalsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri Lyfjavers sem afhenti styrkinn sem er 250 þúsund […]
Nokkrir fulltrúar SAMTAUGAR, samráðshóps taugasjúklingafélaga, hittust á fundi mánudaginn 8. desember 2008 og ræddu ástandið á B2 Taugadeild Landsspítalans. Umræðurnar spunnust um hvað væri hægt að gera í því ástandi sem þjóðfélagið er nú í. Þeir Guðjón Sigurðsson, Þórir Steingrímsson, Ásbjörn Einarsson og Pétur Halldór Ágústsson, forsvarsmenn samráðshópanna, voru sammála að óska eftir fundi með […]