Fyrsti laugardagsfundur Heilaheilla var haldinn á nýju ári 3. janúar og var fjölsóttur. Flutti Þórir Steingrímsson, formaður, stutta skýrslu um stöðu félagsins. Þá var sérstaklega boðin velkomin á fundinn Guðbjörg Alda Þorvaldsdóttir, arkitekt, er fékk heilaslag 2001 og eftir aðdáunarverða endurhæfingu hefur henni hefur tekist að vinna á bug á áfallinu og er komin aftur […]
Katrín Júlíusdóttir alþingismaður, formaður styrktarsjóðsins Faðms og Birgir Henningsson, stjórnarmaður tóku við jólastyrk Lyfjavers í húsakynnum þess að Suðurlandsbraut 22. Faðmur er styrktarsjóður á vegum HEILAHEILLA, styrkir foreldra sem hafa fengið heilablóðfall og sem eru með börn 18 ára og yngri á framfæri sínu. Það var Aðalsteinn Steinþórsson framkvæmdastjóri Lyfjavers sem afhenti styrkinn sem er 250 þúsund […]
Nokkrir fulltrúar SAMTAUGAR, samráðshóps taugasjúklingafélaga, hittust á fundi mánudaginn 8. desember 2008 og ræddu ástandið á B2 Taugadeild Landsspítalans. Umræðurnar spunnust um hvað væri hægt að gera í því ástandi sem þjóðfélagið er nú í. Þeir Guðjón Sigurðsson, Þórir Steingrímsson, Ásbjörn Einarsson og Pétur Halldór Ágústsson, forsvarsmenn samráðshópanna, voru sammála að óska eftir fundi með […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA hófst samkvæmt venju á ræðu formannsins Þóris Steingrímssonar og flutti hann skýrslu stöðu félagsin á þessum tímum. Þá greindi hann frá því að hann og Pétur Rafnssons hefðu farið fyrir heilbrigðiisnefnd Alþingis og fylgt erindi HEILAHEILLA um fjárveitingu eftir. Þá las Ingólfur Margeirsson úr bók sinni um Sæma rokk og síðan kom Guðjón […]
Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla, var á fundi með hjúkrunarfræðinemum í Háskóla íslands, samkvæmt beiðni Helgu Jónsdóttur, prófessors. Fundurinn var í kennslustofu við Eiríksgötu, og var Þórir fyrir svörum ásamt fulltrúum Hjartaheilla og Giktarfélagi íslands. Rætt var um stöðu langveikra. Eftir að fulltrúarnir fluttu sínar tölur, voru margar fyrirspurnir bornar fram. Heilaheill lagði ríka áherslu að fræðsluhlutverk sitt og með […]
Páll Árdal sem er búsettur á Akureyri, var í viðtali á sjónvarpsstöðinni N4, út af slagi er hann fékk. Þar fer Páll yfir sjúkrasögu sína er hann varð fyrir áfalli í byrjun þessa árs og hefur náð sér mikið eftir velheppnaða og sérstaka aðgerð. Þessi saga hans sýnir að tækninni hefur fleygt mikið fram á […]
Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA, greindi frá stöðu félagsins og það sem hefur áunnist á undanförnum misserum og kynnti m.a. fyrirlestur Þórs Þórarinsssonar, frá félagsmálaráðunetinu. Fjallaði Þór m.a. um notendastýrða þjónustu [sem er hér á heimasíðunni]. Eftir það kynnti Edda Þórarinsdóttir, leikkona, uppsetningu leikhópsins „Á senunni“, á „Paris at night“ sem sýnt verður í Salnumí Kópavogi og […]
Hinn árlegi slagdagur félagsins var haldinn 25.10.2008 í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og á Glerártorgi. Bæði sjúklingar, aðstandendur, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar, veittu upplýsingar um félagið og gerðu fagaðilar m.a. ókeypis áhættumat á gestum og gangandi og veittu þeim upplýsingar um sjúkdóminn. Félagið samanstendur af þeim er fengið hafa slag [heilblæðingar, blóðtappa eða súrefnisþurrð af […]
Framkvæmdahópur „Slagdags“ HEILAHEILLA kom saman 10.10.2008 í fundarherbergi LSH, Fossvogi, og undirbjó í verkefni félagsins á þessum degi í verslunarmiðstöðvunum Kringlunni, Smáralindinni og við Glerártorg á Akureyri frá, frá kl.13:00-16:00 laugardaginn 26.10.2008 undir slagorðunum „Áfall er ekki endirinn!“ og „Þetta er ekki búið!“. Markmiðið er að koma á framfæri fræðslu um sjúkdóminn til þess að […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA hófst með skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, er rakti stöðu mála eftir málþing um notandastýrða þjónustu þann 27. september s.l. . Lagði hann áherslu á að félagsmenn fylgdust vel með umræðunni og vakti athygli m.a. á starfsemi málefnahóps félagsins um notendastýrða þjónustu. Taldi að málefnið fengi ekki nægjanelgan hljómgrunn inna ÖBÍ. Eftir hann talaði […]