Hin árlega Leikhúsferð HEILAHEILLA var farin 15 mars á „Sólarlandaferð“ Guðmundar Steinssonar í Þjóðleikhúsinu, sem endaði með góðum kvöldverðiá veitingastaðnum DOMO, í boði félagsins. Þetta er hefð sem hefur skapast sem þakklætisvottur til þeirra er hafa lagt óeigingjarnt „kjarnastarf“ af höndum fyrir félagið. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt tölu, þakkaði „kjarnanum“ fyrir þetta starfsár sem er að líða. Minnt […]
Góður og fjölsóttur kynningarfundur HEILAHEILLA var haldinn á Grensásdeild dags. 11.03.2008 í fundarsal Grensásdeildar er formaðurinn Þórir Steingrímsson hélt í samráði við fæðsludeild LSH. Ræddi hann m.a. um stöðu sjúklinga innan samfélagsins og þá umræðu sem stendur nú yfir um einstaklingsmiðaða þjónustu. Rædd voru nokkur dæmi um hana og hvatti fundarmenn til dáða . Margar […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA var fjölsóttur, samkvæmtvenju og sýnd var myndbandsupptaka af aðalfundinum 22. febrúar s.l., er sýndi fundarmönnum hvernig hann fór fram, en hann var haldinn í senn í Reykjavík og Aukureyri með fjarfundarbúnaði LSH. Formaðurinn Þórir Steingrímsson, flutti skýrslu um stöðu félagsins. Síðan hlustuðu menn á mjög fróðlegt erindi Hauks Hjaltasonar, taugasérfræðings, um „gaumstol“. Eftir að […]
Aðalfundur HEILAHEILLA 2008 var haldinn 22. febrúar s.l. á tveimur stöðum í einu, með fjarfundarbúnaði, í Hringsal Barnaspítalans Hringsins, milli Hringbrautar, Eiríksgötu og Barónsstígs í Reykjavík og í Fundarsal I, FSA á Akureyri. Eftir skýrslu stjórnar og samþykkt reikninga var kosin stjórn, Þórir Steingrímsson, formaður, Edda Þórarinsdóttir, Albert Páll Sigurðsson, Sigurður H Sigurðsson og Ellert Skúlason […]
Laugardagsfundur HEILAHEILLA 02.02.2008 var fjölmennur þegar Ingólfur Margeirsson flutti fróðlegt erindi um Internetið-Víðnetið og hvaða möguleika félagsmenn hafa við skoðun á því. Þá var sýndur þátturinn „Hver lífsins þraut“ um slag og arfgeng heilablóðföll, er vakti mikla athygli. Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um stöðui félagsins og greindi frá því hvað væri framundan. Fundarmenn gæddu […]
Fyrsti fundur HEILAHEILLA á nýju ári var á laugardaginn 5. Janúar s.l. Fjölmennt var að vanda og fór Þórir Steingrímsson, formaður, yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan. Þá gerði Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnaður í HEILAHEILL, grein fyrir ferð sinni og annarra sérfræðinga B2 til Svíþjóðar, sem félagið styrkti. Þá gerði Kristín Stefánsdóttir, […]
Iðnaðarráðherra gaf styrktarsjóðnum Faðmi 400 þúsund krónur á föstudaginn 21.12.2007. Upphæðin er andvirði hefðbundinna jólakorta með kveðjum ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins, sem Össur hefur ákveðið að senda ekki út í ár. Faðmur er styrktarsjóður samtakanna Heilaheill, sem vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaslags. Faðmur styrkir foreldra sem hafa fengið […]
Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA, var boðið að koma og vera gestur stjórnar HUGARFARS miðvikudaginn 05.12.2005, en í henni eru þær Stella Guðmundsdóttir, Olga Björg Jónsdóttir, Elín Þóra Eiríksdóttir, Rakel Róbertsdóttir og Kristín Michelsen Kristinsdóttir, formaður. Þórir greindi frá störfum HEILAHEILLA og hvert væri markmið félagsins, þá sem aðildarfélag SJÁLFSBJARGAR og innan Öryrkjabandalagsins, svo og hluti […]
“UNAÐSSTUND MEÐ ÁSTINNI” kölluðu þær Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi og Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, erindi sitt á fjölsóttum fundi HEILAHEILLA 1. Des s.l.. Báðar eru með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð, og kynntu sérverkefni sitt, hjónadagar fyrir pör þar sem annað hefur orðið fyrir heilsubresti. Hjónadagarnir eru haldnir á hóteli úti á landi og er gist […]
Fimmtudaginn 22. Nóvember 2007 sat Guðrún Jónsdóttir, f.h. Heilaheill, umræðu og upplýsingafund á vegum Öryrkjabandalagsins, er haldinn var um það starf, á Hiltonhótelinu [Hótel Nordica] í Reykjavík, sem fram hefur farið í verkefnahópum örokumatsnefndar. M.a. héldu þau Sigurður Jóhannesson, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sigursteinn Másson framsögu og svöruðu fyrirspurnum, en þau sátu í verkefnahóp um […]