Aðalfundur HEILAHEILLA 2008

Aðalfundur HEILAHEILLA  2008 var haldinn 22. febrúar s.l. á tveimur stöðum í einu, með fjarfundarbúnaði, í Hringsal Barnaspítalans Hringsins, milli Hringbrautar, Eiríksgötu og Barónsstígs í Reykjavík og í Fundarsal I, FSA á Akureyri.   Eftir skýrslu stjórnar og samþykkt reikninga var kosin stjórn, Þórir Steingrímsson, formaður, Edda Þórarinsdóttir, Albert Páll Sigurðsson, Sigurður H Sigurðsson og Ellert Skúlason […]

Fróðleikurinn í framtíð

Laugardagsfundur HEILAHEILLA 02.02.2008 var fjölmennur þegar Ingólfur Margeirsson flutti fróðlegt erindi um Internetið-Víðnetið og hvaða möguleika félagsmenn hafa við skoðun á því.  Þá var sýndur þátturinn „Hver lífsins þraut“ um slag og arfgeng heilablóðföll, er vakti mikla athygli.  Þórir Steingrímsson, formaður, flutti skýrslu um stöðui félagsins og greindi frá því hvað væri framundan.  Fundarmenn gæddu […]

Nýárið 2008 hafið!

Fyrsti fundur HEILAHEILLA á nýju ári var á laugardaginn 5. Janúar s.l.  Fjölmennt var að vanda og fór Þórir Steingrímsson, formaður, yfir stöðu félagsins og hvað væri framundan.  Þá gerði Albert Páll Sigurðsson, taugalæknir og stjórnaður í HEILAHEILL, grein fyrir ferð sinni og annarra sérfræðinga B2 til Svíþjóðar, sem félagið styrkti.  Þá gerði Kristín Stefánsdóttir,  […]

Þakkir til Iðnaðarráðherra!

Iðnaðarráðherra gaf styrktarsjóðnum Faðmi 400 þúsund krónur á föstudaginn 21.12.2007.  Upphæðin er andvirði hefðbundinna jólakorta með kveðjum ráðherra og starfsfólki ráðuneytisins, sem Össur hefur ákveðið að senda ekki út í ár.  Faðmur er styrktarsjóður samtakanna Heilaheill, sem vinna að velferðar- og hagsmunamálum þeirra sem hafa orðið fyrir skaða af völdum heilaslags. Faðmur styrkir foreldra sem hafa fengið […]

HEILAHEILL OG HUGARFAR

Þóri Steingrímssyni, formanni HEILAHEILLA, var boðið að koma og vera gestur stjórnar HUGARFARS miðvikudaginn 05.12.2005, en í henni eru þær Stella Guðmundsdóttir, Olga Björg Jónsdóttir,  Elín Þóra Eiríksdóttir, Rakel Róbertsdóttir og Kristín Michelsen Kristinsdóttir, formaður.  Þórir greindi frá störfum HEILAHEILLA og hvert væri markmið félagsins, þá sem aðildarfélag SJÁLFSBJARGAR og innan Öryrkjabandalagsins, svo og  hluti […]

Ástin í endurhæfingu!

“UNAÐSSTUND MEÐ ÁSTINNI”  kölluðu þær Sigríður Anna Einarsdóttir, félagsráðgjafi og Margrét Sigurðardóttir, félagsráðgjafi, erindi sitt á fjölsóttum fundi HEILAHEILLA 1. Des s.l..  Báðar eru með sérmenntun í hjóna- og fjölskyldumeðferð, og kynntu sérverkefni sitt, hjónadagar fyrir pör þar sem annað hefur orðið fyrir heilsubresti. Hjónadagarnir eru haldnir á hóteli úti á landi og er gist […]

Örorkumatsnefndin svarar

Fimmtudaginn 22. Nóvember 2007 sat Guðrún Jónsdóttir, f.h. Heilaheill, umræðu og upplýsingafund á vegum Öryrkjabandalagsins, er haldinn var um það starf, á Hiltonhótelinu [Hótel Nordica] í Reykjavík, sem fram hefur farið í verkefnahópum örokumatsnefndar.  M.a. héldu þau Sigurður Jóhannesson, Tinna Laufey Ásgeirsdóttir, Ragnar Gunnar Þórhallsson, Sigursteinn Másson framsögu og svöruðu fyrirspurnum, en þau  sátu í verkefnahóp um […]

B2 eflir þekkinguna

Þann 7. nóvember 2007 sést hvar þeir Þórir Steingrímsson, form. Heilaheilla og Hafsteinn Jóhannesson form. Parkinsonssamtakanna á Íslandi, afhentu ferðastyrk til handa sérfræðingum á Taugadeild Landspítalans B2, í tilefni 40 ára afmælis taugalækningadeildarinnar.  Heilaheilla og Parkinsonssamtökin eru aðilar að Samtaug, samráðshópi formanna félaga taugasjúklinga, s.s. Félags MND-sjúklinga, Heilaheilla, Landssamtaka áhugafólks um flogaveiki, MG-félags Íslands, MS-félags […]

Úrelt kerfi

Á fjölsóttum fundi hjá Heilaheill flutti Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalagins, erindi um stöðu öryrkja  gagnvart humyndum er fram hafa komið á vegum  atvinnulífsins.  Taldi hann allar tillögur og hugmyndir um breytingu á núerandi kerfi vera góðra gjalda verðar, en hvatti þó til frekari málefnalegri umræðu um þær á vegum stjórnavalda og aðila vinnumarkaðarins, – þá […]

Slagdagur á Akureyri

Heilaheill hélt sérstakan SLAGDAG 20.10.2007 og tóku félagar á Akureyri virkan þátt í honum á Glerártorgi.  Dagurinn var haldinn undir slagorðunum „Áfall er ekki endirinn!“ og „Þetta er ekki búið!“.  Tóku þeir á móti gestum og gangandi.  Að sögn Helgu Sigfúsdóttur, sjúkraþjálfara, stöldruðu margir við og ræddu um málefnið.  Sjá myndir hér: Til baka

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur