Mánudaginn 22. okt. 2007 tók HEILAHEILL þátt í pallborðsumræðum í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, er fór fram í Eirbergi Eiríksgötu 34. Voru u.þ.b. 60 hjúkrunarfræðinemar, auk kennara, sem og fulltrúar langveikra sjúklingafélaga. Þórir Steingrímsson, formaður Heilaheilla mætti fyrir slagsjúklinga og þarna voru einnig fulltrúar frá Gigtarfélagi Íslands og Samtökum lungnasjúklinga. Var þessum umræðum stýrt af Helgu […]
Það er von félagsins að gera SLAGDAGINN að árlegum viðburði, því markmiðið er að vekja athygli almennings á fyrirbyggjandi þáttum slags. HEILLARÁÐ félagsins lagði áherslu á fræðsluna og með hvaða hætti félagið gæti haft áhrif á stjórnvöld og almenning í þessu sambandi. Ætlunin er að efla „Faðm“, styrktarsjóð félagsins, en í undirbúningi er að halda […]
Framkvæmdastjórn Sjálfsbjargar þingaði með nefndum og stjórn landssambandsins um helgina og rætt var af alvöru um framtíðina. Séstaklega var rætt um reksturs- og húsnæðismál samtakanna. Þótti fulltrúum nefnda og félaganna kominn tími til að skoða þann möguleika að selja húnæði samtakanna í Hátúninu, þar sem það stenst ekki þær kröfur sem gerðar eru fyrir hreyfihamlaða. […]
Fjölsóttur laugardagsfundur HEILAHEILLA laugardaginn 06.10.2007 var haldinn í “Rauða salnum” í Sjálfsbjargarhúsinu. Þórir Steingrímsson formaður gaf skýrslu um það sem drifið hafði á daga félagsins frá síðasta laugardagsfundi. Málefni “Slagdagsins” 20. október 2007 voru kynnt og síðan kom Jóhann Hjálmarsson, rithöfundur, er las ljóð er vöktu athygli er voru hugrenningar manns er hafði fengið slag […]
Eins og félagar í Heilaheill vita þá er Samtaug samráðshópur formanna félaga taugasjúklinga, Félagi MND – sjúklinga; Heilaheill; LAUF – Landssamtök áhugafólks um flogaveiki; MG – félag Íslands; MS – félag Íslands og Parkinsonsamtökunum á Íslandi, er undirrituðu yfirlýsingu um reglulegt samstarf með stjórn Landspítala-háskólasjúkrahúss, [LSH] í viðurvist Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra. Þetta samstarf hefur gengið vel m.a. […]
Fyrsti morgunverðarfundur ÖBÍ með fulltrúum aðildarfélaganna var haldinn á Grand Hótel, fimmtudaginn 13. september s.l. Fulltrúi Sjálfsbjargar, landssambands fatlaðra á fundinum var Þórir Steingrímsson. Á fundinum voru störf starfsfólks ÖBÍ kynnt, helstu áherslur ÖBÍ o.fl.– Helstu áherslur ÖBÍ eru m.a. að efla ráðgjafahlutverk sitt en tilgangur samtakanna er m.a. að koma fram fyrir hönd fatlaðra varðandi […]
Auk Sjálfsbjargar, sem Heilaheill er aðildarfélag að, eiga aðild ,,Nordisk Handikap Forbund” (Bandalagi fatlaðra á Norðurlöndum), norrænum samtökum hreyfihamlaðra: Dansk Handicap Forbund (Danmörk), De Handikappades Riksförbund (Svíþjóð), Norges Handikapforbund (Noregur) og Invalidiliitto (Finnlandi). Stjórnarfundir og málþing samtakanna er haldið tvisvar á ári, til skiptis í löndunum 5. Þessi fundur og málþing var haldið á Íslandi […]
Að vanda hittust félagar Heilaheilla 1. september á fjölsóttum og opnum fundi félagsins í Rauða salnum að Hátúni 12, á sínum „Fyrsta laugardegi hvers mánaðar“. Formaðurinn Þórir Steingrímsson greindi frá því sem gerst hafði á s.l. sumri m.a. sumarferðinni og Reykjavíkurmaraþoninu, þar sem þau hjónin Sigurður H Sigurðarson og Guðrún Jónsdóttir hlupu heilt maraþon, 42 […]
Formaður Heilaheilla, Þórir Steingrímsson, var boðaður á Sigurhátíð Glitnis í Háskólabíói fimmtudaginn 23. ágúst s.l. þar sem afhending áheita til góðgerðarfélaga eftir Reykjavíkurmaraþon Glitnis 2007 fór fram. Veitti Þórir viðtöku úr hendi starfsmanns bankans, fjárframlagi að kr. 948.100,-, er safnaðist saman í maraþoninu. Heilaheill var á meðal 15 efstu félaga, er einstaklingar hlupu fyrir og […]
Hin árvissa ferð Heilaheilla um suðvesturlandið sem farin var í gær tókst frábærlega vel, gott, samhuga fólk, sem ákvað að eyða deginum saman við sól og sumarblíðu. Farið var frá Hátúni og þar sem leið lá yfir Hellisheiði, framhjá Hveragerði, til Stokkseyrar um Selfoss. Farið var í Veiðisafnið, Þuríðarbúð á Stokkseyri heimsótt og Kirkjan og Húsið á Eyrarbakka […]