Því miður er fylgni milli fjölda heilablóðfalla og aukinni velferð í Evrópu. Áætlað er að um 2 einstaklingar fái heilablóðfall á dag hér á landi, sem er um 0,18 % af 387.758 skráðum íbúum. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat ráðstefnu í Riga, Lettland 2023 21-23 mars s.l. á vegum SAPE sem er samevrópskt frumkvæði ESO og SAFE um […]
Sindri Már greindi frá í Morgunblaðinu í febrúar 2023, „Þetta hefur breytt mér gjörsamlega. Ég mun aldrei verða eins og ég var fyrir rúmum fjórum mánuðum,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi og aðaleigandi miðasölufyrirtækisins Tix. Sindri hefur haldið sér til hlés síðustu mánuði eftir að hann fékk heilablóðfall við komuna til landsins úr vinnuferð í Englandi. […]
Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Finnbogi Jakobsson, tugalæknir sátu u.þ.b. 200 manna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) frá 47 Evrópuríkjum, í Barcelona, Catalóníu, Spáni, 9. mars sl.. Þarna komu fram margir fyrirlesarar, m.a. frá Írlandi, Skotlandi, Englandi og vöktu athygli, þar sem þeir sjálfir höfðu fengið heilablóðfall og greindu frá athyglisverðum og vísindalegum niðurstöðum […]
Fyrsti reglulegi “Laugardagsfundur” HEILAHEILLA var haldinn 4. mars s.l. í endurnýjuðu fundarhúsnæði ÖBÍ, að Sigtúni 42, Reykjavík, þar sem Sindri Már Finnbogason, fyrrum framkvæmdastjóri miðasölufyrirtækisins TIX, flutti áhrifamikla ræðu. Þar fór hann yfir sína reynslu af slaginu og fannst fundarmönnum mikið til hans máls koma. Fannst honum að ríkisframlag til félagsins, væri ekki í samræmi […]
Rekstrarreikningur ársins 2022 Rekstrarekjur: Skýr.: 2022 2021 Ríkissjóður styrkir 1.800.000 0 Öryrkjabandalagið 5.993.802 5.205.000 Fjáröflun v.heimildamynd 3.354.000 3.101.000 Styrktarlínur-slagorð 2.573.000 2.684.500 Ýmsar tekjur 1 411.494 2.563.974 Tekjur alls: 14.132.296 13.554.474 Rekstrargjöld: Húsaleiga 688.965 640.484 Kostnaður v. Heimasíður og skrifstofuhalds 2 2.681.351 2.094.188 Sími og tölvukostnaður 106.659 146.608 Kostnaður v/fjáröflunar 2.345.940 1.135.119 Burðarkostnaður 27.162 147.009 Útgáfa […]
Laugardaginn 29. október á ALÞJÓÐADEGI HEILA-BLÓÐFALLSINS (World Stroke day) héldu íslenskir, læknar, hjúkrunarfræðingar og aðrir fagaðilar heilbrigðisþjónustunnar, – ásamt slagþolum, – starfsmenn auglýsingaþjónustunnar Athygli ehf., – gestum og gangandi í Kringlunni, Smáralindinni í Reykjavík og á Glerártorgi Akureyri upp á ókeypis ráðgjafaþjónustu er varðar heilablóðfallið, upplýsingar um lýðheilsu, forvarnaratriði varðandi slagið frá kl.12:00-16:00! Samhliða birti FRÉTTA-BLAÐIÐ sérblað […]
Mikil bjartsýni var með fulltrúum slagsjúklinga á ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe), á árlegri ráðstefnu samtakanna í Þessalóníku, Makidóníu, Grikklandi núna 6. október 2022, er Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA sat. Stefnan er að draga úr fjölgun heilablóðfalla um 10% fyrir 2030, er það í samræmi við heilbrigðisáætlun íslenskra heilbrigðisyfirvala. HEILAHEILL gerðist aðili að samtökunum 2011 og […]
Laugardaginn 1. október hélt HEILAHEILL sinn reglulega auglýsta félagsfund, fyrsta laugardag hvers mánaðar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt stutt erindi um stöðu félagsins í dag. Greindi hann frá samevrópsku átaki, er kallast SAP-E. HEILAHEILL tekur þar með þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), þar […]
Vetrarstarf HEILAHEILLA er hafið og félagið hélt sinn fyrsta fund laugardaginn 3. september í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengimöguleikum í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, sat fyrir svörum og greindi frá stöðu mála. Minnti hann á a.m.k. 2 einstaklingar fengju slag á dag og það færi því miður fjölgandi og næði […]
Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 26. mars 2022 í Sigtúni 42, Reykjavík, með beintengingu við Akureyri. Gísli Ólafur Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt E Kristjánsson ritari. Gengið var til venjubundinnar dagskrá og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, skýrslu stjórnar og gjaldkeri, Páll Árdal, lagði fram reikninga fyrir árið 2021. Var hvorutveggja samþykkt samhljóða. Margar […]