Árlega fá 150 manns málstol á Íslandi

Heimasíða HEILAHEILLA hafði tal af þeim Mary Björku Sigurðardóttur og Þórarni Björnssyni, nema við Háskóla Íslands. Hann fékk slag fyrir nokkrum árum og í kjölfarið helftarlömun og málstol.  Hann er einn af mörgum félögum HEILAHEILLA og gott dæmi þess, að þó að fólk verði fyrir slagi, þá er áfall ekki endirinn!   Síður en svo, þau […]

Getur Ísland verið þeim fremstu?

Vel sóttur fundur Heilaheilla var haldinn í húsakynnum félagsins í Mannréttindahúsi ÖBÍ laugardaginn 6. apríl 2024, með nettengingu um landið á Zoom.  Eftir stutta framsögu, Þóris Steingrímssonar, um heilablóðfallið, að það væri leiðandi dánarorsök og fötlunar er fer fjölgandi.  Á hverju ári fá nærri 1,5 milljónir manna slag (heilablóðfall) í 32 Evrópulöndum.  Slagið getur verið […]

Fundargerð stjórnar 19. mars 2024

Mættir:  Þórir Steingrímsson, formaður, Páll Árdal, gjaldkeri, Sædís Björk Þórðardóttir ritari, Kristín Árdal og Gísli Geirsson, varastjórn. Formaður auglýsti eftir athugasemdum við boðun fundar eða dagskrá.  Engin hreyfði athugasemdum. Dagskrá: Stjórnin skiptir með sé verkum Formaður gefur skýrslu Fjármál félagsins Staða félagsins Önnur mál Fyrsti fundur eftir aðalfund þar sem Gísli kom nýr inní stjórn […]

HEILAHEILL með fólkinu um land allt!

Á Akureyri tóku félagar Heilaheilla, þar á meðal Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, Páll Hallfreður Árdal o.fl., á móti gestum og gangandi á Glerártorgi á alþjóðadegi heilaslagsins 29. október 2023, með blóðþrýstingsmælingum o.fl.. Það sama gerðu félagarnir Gísli Geirsson og Gurli Geirsson í Kringlunni, Reykjavík. Fólk kom einnig á fyrirlestrarfund í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þar sem þeir Þórir […]

HEILAHEILL hjá U3A

Þriðjudaginn 3. október 2023 héldu félagar HEILAHEILLA þeir Þórir Steingrímsson formaður og Sindri Már Finnbogason, framkvæmdastjóri, fyrirlestra fyrir fjölda manns og var streymt til félagsmanna á vegum U3A, sem er háskóli þriðja æviskeiðsins. Með orðinu háskóli er átt við upprunalegu merkingu orðsins sem er hópur fólks sem vill helga tíma sinn því að fræðast og […]

Borgarbyggð bætir við þekkinguna um slagið.

Áhugasamir fundarmenn voru á kynningu HEILAHEILLA í Borgarnesi á heilablóðfallinu, miðvikudaginn 27. september 2023.  Eftir að formaður félagsins, Þórir Steingrímsson, hélt stutta innleiðingu um stöðu félagsins í samfélaginu og hvaða hlutverki það gegnir í samskiptum sínum við almenning og stjórnvöld.  Lagði hann jarnframt áherslu á að félagið tæki þátt í evrópskri aðgerðaráætlun um slagið, SAPE […]

Fjölgun slaga áhyggjuefni!

Því miður er fylgni milli fjölda heilablóðfalla og aukinni velferð í Evrópu.  Áætlað er að um 2 einstaklingar fái heilablóðfall á dag hér á landi, sem er um 0,18 % af 387.758 skráðum íbúum.  Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat ráðstefnu í Riga, Lettland 2023 21-23 mars s.l. á vegum SAPE sem er samevrópskt frumkvæði ESO og SAFE um […]

Líf eftir slag!

Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Finnbogi Jakobsson, tugalæknir sátu u.þ.b. 200 manna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) frá 47 Evrópuríkjum, í Barcelona, Catalóníu, Spáni, 9. mars sl..  Þarna komu fram margir fyrirlesarar, m.a. frá Írlandi, Skotlandi, Englandi og vöktu athygli, þar sem þeir sjálfir höfðu fengið heilablóðfall og greindu frá athyglisverðum og vísindalegum niðurstöðum […]

Draga úr fjölgun heilablóðfalla um 10% til ársins 2030

Mikil bjartsýni var með fulltrúum slagsjúklinga á ráðstefnu SAFE  (Stroke Alliance For Europe), á árlegri ráðstefnu samtakanna í Þessalóníku, Makidóníu, Grikklandi núna 6. október 2022, er Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA sat.  Stefnan er að draga úr fjölgun heilablóðfalla um 10% fyrir 2030, er það í samræmi við heilbrigðisáætlun íslenskra heilbrigðisyfirvala.  HEILAHEILL gerðist aðili að samtökunum 2011 og […]

Tökumst á við málstolið!

Laugardaginn 10. september 2022 kl.11:00 hófst sögulegur áfangi til samstarfs milli talmeinafræðinga og HEILAHEILLA, í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, styrkt af heilbrigðisráðuneytinu, þar sem stefnt er að því að þjálfa málstolssjúklinga eftir slag, m.a., að einstaklingar með málstol geta tekið framförum í málnotkun þó mörg ár séu frá heilaslagi; þjálfun viðmælenda, hvort sem það […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur