HEILAHELL gerðist aðili að SAFE (Stroke Alliance For Europe) Evrópusamtökum heilablóðfallssjúklinga árið 2012. Árlega hafa fulltrúar félagsins farið á ráðstefnur og aðalfundi samtakanna til að geta borið bækur á sínar saman við önnur lönd. Þórir Steingrímsson, formaður og Kolbrún Stefánsdóttir, stjórnarmaður, sátu m.a. í stjórn þessara öflugu samtaka 2014-2017. Þau hafa stækkað frá 8 félögum […]
Stjórnarfundur Heilaheilla 3. júní kl. 19:30 með fjarfundarbúnaði “MESSENGER”. Mættir: Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri, Bryndís Bragadóttir og Kolbrún Stefánsdóttir varamenn. Formaður setti fund og auglýsti eftir athugasemdum við dagskrá. Engin kom fram. Fjármál félagsins. Páll fór yfir þau. Eigum 3. 3 milj. Í sjóði. Framlag frá Öryrkjabandalaginu komið. […]
Fimmtudaginn 28. maí tóku þau Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur, Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA þátt í stjórnar-fjarfundi NORDISK AFASIRÅD í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Tengdist fundurinn til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og rætt var um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum. Fyrir fundinum lá fyrir að Ísland veitti ráðinu forystu […]
Stjórnar-fjarfundur HEILAHEILLA var haldinn, mánudaginn 18. maí 2020 kl.17:00 í fjarfundarbúnaði frá Messenger, er skilaði vel hljóð og mynd. Mættir Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari, Páll Árdal, gjaldkeri og Bryndís Bragadóttir, varamaður en sambandið rofnaði við Kolbrúnu Stefánsdóttur, varamann, en náðist ekki aftur fyrr en við lok fundar. Dagskrá: 1. Formaður gefur […]
Afar áhugaverðar umræður fóru fram á fjarfundi HEILAHEILLA, í samkomubanninu, þar sem sérstakur gestur var Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir, HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða). Sat hún fyrir svörum og greindi frá stöðu þeirra er fá heilalóðfall í hennar umdæmi. Var hún sammála fagaðilum að það nýja verklag, er væri hafið innan heilbrigðiskerfisins, um segaleysandi meðferð og blóðsegabrottnám […]
Þar sem heimsfaraldurinn Covid-19 gengur yfir heimsbyggðina um þessar mundir og bönnin eru allt frá takmörkuðu samkomubanni til útgöngubanns, – þá er einsýnt að hlé verður á fundarhöldum í félaginu og þau verða ekki með sama hætti og áður. Félagar í Heilaheill eru háðir sem stendur 20 manna samkomubanni og ekki er sýnt að því […]
Nú getum við tekið stóru tappana og það eru þessir stóru tappar sem að skipta máli og þá skiptir máli að við komum fólki suður eins hratt og við getum,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fjallað var um þetta breitta verklag við greiningu og meðferð heilablóðfalla í Landanum. Sækja stóru blóðtappana […]
Laugardaginn 29. febrúar kl.13.00 var aðalfundur Heilaheilla haldinn að Sigtúni 42, 105 Reykjavík og með beintengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureyri. Mættir voru fimmtán að Sigtúni, Reykjavík og fimm í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureryri. Formaður bauð fundarfólk velkomið og gerði tillögu um Gísla Ólaf Pétursson sem fundarstjóra og Baldur Kristjánsson sem fundarritara. Hvortveggja var […]
Mjög góður fundur var hjá HEILLARÁÐINU föstudaginn 6. mars s.l. í húsakynnum félagsins, þar sem þau Kolbrún Stefánsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Bergþóra Annasdóttir, Lilja Stefánsdóttir, Birgir Henningsson, Páll Árdal og Þórir Steingrímsson fóru yfir starfsemi og stöðu félagsins. Þessa starfsemi er hægt að sjá á heimasíðunni, m.a. undir hnappnum “Félagið”. Með þessum hætti er verið að […]
Aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 29. febrúar s.l. Í Reykjavík og samtímis með beintengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureyri við góða aðsókn á báðum stöðum. Gísli Óli Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari stjórnar, ritari fundarins. Farið var í gegnum lögbundna dagskrá aðalfundar og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, stutta skýrslu […]







