Ég var búinn að finna fyrir svima og einhverri vanlíðan vikuna á undan en sinnti því ekki. Það var síðan einn mánudagsmorgun fyrir skömmu, þegar ég vaknaði að ég var með höfuðkvalir, ógleði og svima. Ég ætlaði að fara fram úr rúminu en þá var ég nærri dottinn í gólfið, því mig svimaði svo mikið, ég […]
Eins og Björn Logi Þórarinsson, taugalæknir á LSH, tjáði fundarmönnum á fundi HEILAHEILLA s.l. laugardag 6. janúar 2018, að í vændum væri að taka upp markverðar nýjungum hér á landi við segabrottnám í heilaslagæðum á Landspítalanum! Þá kom yfirlýsing frá Pétri H. Hannessyni yfirlækni röntgendeildar um að frá og með deginum í dag (9. janúar […]
HEILAHEILL hélt sinn mánaðarlega morgunfund í morgun, 1. laugardag hvers mánaðar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Var þessi fundur hinn merkilegasti fyrir það hvað hann var fróðlegur og skemmtilegur! Fjöldi manns kom og hlýddi á það sem fram fór, enda var af nógu af taka. Eftir að formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt erindi sitt […]
Aðventufundur, laugardagsfundur HEILAHEILLA degi fyrir aðventuna, var haldinn 2. desember í Sigtúni 42, Reykjavík, eins og auglýst var, var honum “streymt” á Facebókina og þeir Júlíus Sveinbjörnsson og Kári Halldórsson, nemendur í kvikmyndagerð við Borgarholtsskóla, sáu um það. Geta allir svo skoðað fundinn eftirá á YouTube. Séra Baldur Kristjánsson, félagi og stjórnarmaður, reið á vaðið […]
Laugardaginn 4. nóvember hélt HEILAHEILL sinn reglulega félagsfund sem er ávallt opinn öllum, – ekki bara slagþolendum, aðstandendum og fag-aðilum, – heldur öllum sem hafa áhuga á fundarefninu! Formaðurinn Þórir Steingrímsson flutti skýrslu um félagið og stöðu þess innan samfélagsins. Gestir fundarins voru þau Kolbrún Stefánsdóttir, stjórnarmaður SAFE (Stroke Alliance for Europe), Kristín Stefánsdóttir, formaður […]
Svanur fékk heilablóðfall og er dyggur félagi í HEILAHEILL. Eftirfarandi er viðtal við hann er birtist í Tunninni í Ólafsfirði 2011: Kraftaverkið í Fjallabyggð Í Ólafsfirði býr maður sem hefur fengið þyngra verkefni í lífinu en margur annar frá almættinu. Þrátt fyrir að hafa fengið mjög alvarlegt heilablóðfall og misst þrjár dætur sínar yfir móðuna […]
1990 var ég að vinna í vaktavinna á bíl í Blönduvirkjun við vorum í 10 daga úthaldi. Nótt eina, þegar ég var kominn af vakt og reyndi að sofna í vinnubúðunum, fékk ég ægilegan hausverk og kastaði upp. Ég gat ekkert unnið næsta dag. Seinni partin þann dag bað ég um það hvort einhver gæti […]
Föstudagurinn 19. ágúst 2011 byrjaði eins og hver annar vinnudagur. Upp úr klukkan 14 sat ég við skrifborðið mitt og var ég að setja nafnið mitt á skjöl sem ég ætlaði að senda frá mér. Skyldilega fann ég hvernig hellist yfir mig máttleysi og ég gat ekki skrifað; penninn datt úr hendinni á mér. Ég […]
Á ósköp venjulegum degi þann 16. október 2008 þegar ég var 26 ára gömul fékk ég blóðtappa. Ég var unnusta, tveggja barna móðir í námi og starfaði í grunnskóla. Ég var nýkomin heim úr vinnunni þegar ég fékk skyndilega mikið suð fyrir eyrun og ég fann hvernig ég missti máttinn á stuttum tíma. Ég rétt […]
Árið 2007 var ég á mínu 35 aldursári, þriggja barna gift kona og var að byrja í söngnámi. Ég var alla tíð frekar heilsuhraust, reykti ekki, drakk lítið sem ekkert, meðgöngur og fæðingar barnanna minna höfðu gengið vel fyrir sig og ég var ávallt í eða undir kjörþyngd. Frá því ég man eftir mér hafði […]





