Ýttu á myndina og skráðu þig inn! Hjartagalli getur leitt til heilablóðfalls, – jafnvel dauða. Enginn er undanþeginn þeirri áhættu er fylgir hjartasjúkdómum, hverju nafni sem þeir nefnast. Hjartagalli og heilablóðfall eru tvær stærstu dánarorsökin í heiminum,- eftir krabbameini. Þessir sjúkdómar gera engan mun á aldri eða kyni og konur eru nú sérstaklega tilkallaðar í […]
Laugardaginn 12. janúar fundaði stjórn HEILAHEILLA og HEILAHEILLARÁÐIÐ saman um framtíð félagsins og þau markmið sem það setur sér í samvinnu við aðila, – hvort sem það eru áhugafélög, fagaðilar eða stjórnvöld! Málin voru krufinn til mergjar, m.a. yfir borðum og nýttu þátttakendur tímann vel. Mörg ný sjónarmið komu fram er tóku á brýnustu málefnum […]
Nýársfundur HEILAHEILLA í Reykjavík var haldinn laugardagsmorguninn 5. janúar 2019 í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, klukkan 11, að venju með morgunkaffi og meðlæti. Formaðurinn Þórir Steingrímsson gerði grein fyrir stöðu félagsins á nýju ári og þeim verkefnum sem biðu framundan. Voru bornar fram margar fyrirspurnir og lögðu fundarmenn sérstaka áherslu á að Heila-appið yrði […]
Miðvikudaginn 12. desember var góður fundur í Akureyrardeildinni á Greifanum á Akureyri. Sjúklingar, aðstandendur og aðrir velunnarar áttu góða jólastund saman og stjórnarmeðlimirnir Páll Árdal og Haraldur Bergur Ævarsson lýstu stöðu félagsins. Þá greindi Páll frá Berlínarför fulltrúa HEILAHEILLA í lok nóvember s.l., en stjórnarmeðlimirnir Þórir Steingrímsson, formaður og Baldur Kristjánsson, ritari, sátu einnig, ásamt […]
Mannvirðing var jólaboðskapur og hugvekja séra Baldurs Kristjánssonar, á jólafundi HEILAHEILLA 8. desember s.l. í Sigtúni 42, Reykjavík. Eftir erindi formannsins, Þóris Steingrímssonar, voru bornar fram margar fyrispurnir, enda nokkur ný andlit á meðal fundarmanna. Reynt var að svara þeim öllum og gerð grein fyrir á hvaða vegferð félagið væri, m.a. eftir heiðursviðurkenninguna er SAFE […]
Á aðalfundi SAFE (Evrópusamtaka slagþola) nú í morgun, eftir tveggja daga ráðstefnu, var HEILAHEILL heiðrað sérstaklega fyrir frábæra frammistöðu í sínu starfi og var ákveðið að veita styrki til smærri aðildarfélaga er hafa verið með framúrskarandi vinnu fyrir hönd sjúklinga á árinu 2018! Eftir stutta lýsingu Jón Barrick forseta samtakanna á frammistöðu félaganna veitti Þórir […]
Heilaheill hélt upp á Slagdaginn í Kringlunni mánudaginn 29. október, sem er jafnframt alþjóðlegur Slagdagur (World Stroke Day). Gestir Kringlunnar stöldruðu við og fræddust um “Hvernig mætti komast hjá slagi”, eins og yfirskriftin hljóðaði! Fulltrúar HEILAHEILLA voru læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, næringarfræðingar og félagsmenn. Sýnd voru myndskeið um slag og gáttatif, félagsstarfi HEILAHEILLA o.fl.. Þessi reglulegi […]
HEILAHEILL á Akureyri hefur ekki legið á liði sínu, er kemur að vekja athygli almennings á heilablóðfalli. Norðurdeildin hélt upp á alþjóða slagdaginn, sem er að vísu 29. október, en þar sem var fjölskylduhátíð var á Glerártorgi laugardaginn 27. október, var ákveðið að vekja athygli á slaginu þar í samvinnu við aðra. Þarna var […]
Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn föstudaginn 5. október 2018, kl. 16.00-20.00 og laugardaginn 6. október kl. 10.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, gjaldkeri, voru fulltrúar félagsins á þessum fundi og mikill hugur var í félagsmönnum er tóku til máls og var það rómur á vel hafi til […]
Nokkuð áhugaverðar framfarir eru að verða í heilbrigðiskerfinu hér á landi er, varðar nýtt verklag í móttöku heilaslags, tímasetningu undir alþjóðaviðmiðuninni ““door-to-needle”, – eða “frá-áfalli-til-læknis”! Er mjög áríðandi að gripið sé tímanlega inn í þegar einstaklingurinn verður var við fyrstu einkenni heilablóðfalls. Því fyrr sem einstaklingurinn kemst undir læknishendur, því minni hætta á varanlegum heilaskaða. […]