Föstudaginn 22. mars boðaði Svandís Sva-varsdóttir, heilbrigð-isráðherra, fjölmörg góðgerðarfélög, þ.á.m. HEILAHEILL, í sérstaka móttöku á Hotel Reykjavík Natura í því skyni að veita þeim styrki úr sjóði ráðuneytisins til málefna. Á hún mikla þökk fyrir að veita þessu málefni brautargengi og vill félagið þakka henni sérstaklega. Þetta er í annað sinnið sem ráðherra veitir styrk […]
Fimmtudaginn 21. mars mætti fjöldi manns á fræðslufund Heilaheilla í Hjálma-kletti í Borgarnesi. Fundarmenn hlýddu á fyrirlestra um heilablóðfallið. Auk flutnings Þóris Stein-grímssonar, for-manns Heilaheilla, um heilablóðfallið, forvarnir, snemm-tæka íhlutun heil-brigðiskerfisins við slaginu, stigu þeir Gunnlaugur Á Júlíusson, bæjarstjóri Borgarbyggðar, Hjalti R Kristinsson og Baldur B E Kristjánsson á stokk og fluttu erindi, hver í […]
Laugardaginn 2. mars 2019 hélt HEILAHEILL sinn reglulega “ laugardagsfund”, þar sem öllum almenningi er boðið upp á að kynnast sjúkdómnum, forvörnum, meðhöndlun og endurhæfingu eftir slag (heilablóðfall), endurgjaldlaust, og stuðlar að því að hver sem hefur orðið fyrir áfallinu geti rekið inn höfuðið og fengið sér kaffi. Sá er meðal systkina í sjúkdóminum og […]
Vel sóttur aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 16. febrúar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík, með beinni tengingu norður í samkomusal Einingar á Akureyri. Þar sem félagið er með einstaklingsaðild á landsvísu, getur hver og einn, hvar sem hann býr á landinu sótt fundi félagsins á þessum tveimur þéttbýliskjörnum landsins, ef því er að […]
Fjölsóttur morgunfundur HEILAHEILLA var haldinn 2. febrúar sl. í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Þórir Steingrímsson flutti skýrslu um stöðu félagsins, bæði innanlands og utan. Á fundinum voru bornar fram fyrirspurnir, en nokkuð margir fundarmenn voru komnir á fund félagsins í fyrsta sinn. Spiluð voru myndskeið um störf þeirra Björns Loga Þórarinssonar, lyf- og, […]
10 ára ráðstefna GO RED átaksins hér á landi var haldin í Hörpu 1. febrúar s.l. fyrir fullu húsi, þar sem rauðklæddar konur voru í meirihluta. Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir, hjartalæknir reið á vaðið og fræddi ráðstefnugesti um áhættuþætti og meðferð við ætlaðri hjartaveiki kvenna. Fylgdu þær Helga Margrét Skúladóttir, hjartalæknir; Ingibjörg Hreiðarsdóttir, yfirljósmóðir; Unnur Valdimarsdóttir, […]
Ýttu á myndina og skráðu þig inn! Hjartagalli getur leitt til heilablóðfalls, – jafnvel dauða. Enginn er undanþeginn þeirri áhættu er fylgir hjartasjúkdómum, hverju nafni sem þeir nefnast. Hjartagalli og heilablóðfall eru tvær stærstu dánarorsökin í heiminum,- eftir krabbameini. Þessir sjúkdómar gera engan mun á aldri eða kyni og konur eru nú sérstaklega tilkallaðar í […]
Laugardaginn 12. janúar fundaði stjórn HEILAHEILLA og HEILAHEILLARÁÐIÐ saman um framtíð félagsins og þau markmið sem það setur sér í samvinnu við aðila, – hvort sem það eru áhugafélög, fagaðilar eða stjórnvöld! Málin voru krufinn til mergjar, m.a. yfir borðum og nýttu þátttakendur tímann vel. Mörg ný sjónarmið komu fram er tóku á brýnustu málefnum […]
Nýársfundur HEILAHEILLA í Reykjavík var haldinn laugardagsmorguninn 5. janúar 2019 í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, klukkan 11, að venju með morgunkaffi og meðlæti. Formaðurinn Þórir Steingrímsson gerði grein fyrir stöðu félagsins á nýju ári og þeim verkefnum sem biðu framundan. Voru bornar fram margar fyrirspurnir og lögðu fundarmenn sérstaka áherslu á að Heila-appið yrði […]