Enn eru málin rædd um heilablóðfallið á Evrópusvæðinu!

Nokkur skriður er kominn á heildaruræðuna um heilablóðfallið á Evrópusvæðinu, er miðar í þá átt að skipuleggja áhættumat í hverju landi fyrir sig sem er í SAFE og ESO.  Snýr þetta að miklu leyti að heilbrigðisyfirvöldum hér á landi, – svo og að sjúklingafélaginu HEILAHEILL.  Formaður félagsins Þórir Steingrímsson, tók þátt í fjarfundi SAFE núna […]

Framtíðarþekking um heilablóðfall!

Ungir og áhugasamir hjúkrunarfræðinemar fylgjast með fyrirlestri formanns HEILAHEILLA, Þóris Steingrímssonar.  Á undanförnum árum hefur fulltrúi HEILAHEILLA tekið þátt í pallborðsumræðum í Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, er hefur fari fram í Eirbergi Eiríksgötu 34. Voru hjúkrunarfræðinemar, auk kennara, sem og fulltrúar langveikra sjúklingafélaga. Var þessum umræðum stýrt af Helgu Jónsdóttur, prófessor og eftir fyrirspurnum nemenda, þá […]

VERIÐ MEÐ! – FÆKKUM HEILASLÖGUM!

Verið er að sækja um leyfi til að gera rannsókn á nýju lyfi sem öllum þeim sem eru með arfgengu íslensku heilablæðinguna verður boðin þátttaka í. Nýja lyfið er afleiða af lyfinu NAC (N-acetylcystein) sem Hákon Hákonarson læknir hefur verið að rannsaka. Í kjölfar rannsóknarinnar hér verður gerð rannsókn hjá sambærilegum sjúklingahóp um í Evrópu. […]

Kaffifundur á Akureyri!

Ekki láta Akureyringar, norðurdeild HEILAHEILLA heimsfaraldinn hafa áhrif á sig, héldu sinn reglu-lega kaffifund, sem er mánaðarlega, annan mið-vikudag hvers mánaðar, 10. nóvember s.l. á Greif-anum og er öllum opinn.  Þar er veittur kaffisopi og meðlæti, – þeim að kostnaðarlausu. Er þeim er hafa áhuga á slaginu, forvörnum, meðferð og endurhæfingu, velkomið að þiggja gott kaffi […]

Töfratala fullorðinna?

Auglýsingastofan ATHYGLI e.h.f. og HEILAHEILL hafa í hyggju að vera með frekara samstarf um alþjóðlegt verkefni ANGELS, ætlað börnum á leikskólaaldri, er nefnist FAST-hetjurnar, í samvinnu við Marianne Elisabeth Klinke, er veitir fræðsludeild Landspítalans forstöðu.  Bryndís Nielsen, ráðgjafi, frá auglýsingastofunni mætti á laugardagsfund HEILAHEILLA 6 nóvember, s.l. og fylgdu þessu eftir. Þarna er um að ræða […]

Vígreifir félagar á aðalfundi ÖBÍ

Fjölsóttur aðalfundur Öryrkjabandalagsins (ÖBÍ) var haldinn um helgina, er voru fulltrúar aðildarfélaganna vígreifir með áframhaldandi baráttu fyrir málefnum sinna skjólstæðinga.  Fulltrúar HEILAHEILLA, þeir Þórir Steingrímsson, formaður, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson ritari og Sævar Guðjónsson fóru glaðbeittir á fundinn.  Fór hann mjög vel fram og beittu fundarstjórarnir fjarfundabúnaði um samskiptin, þar sem á fjórða tug fulltrúa […]

Dauðans alvara að bregðast rétt við!!

Þegar hafa staðið yfir tökur á kvikmyndinni “Ef heilinn fær slag” og hefur kvikmyndafyrirtækið EPOS ehf., er Páll Kristinn Pálsson fjölmiðlamaður stýrir, haft veg og vanda um gerð hennar.  Maður fær slag í óbyggðum, notar Heila-Appið!  Kemur Neyðarlínan þá þarna við sögu, björgunarsveitir, sjúkrabifreiðar, bráðaliðar, áhöfn þyrlu, læknar, sérfræðingar í bráðamóttöku spítala o.fl..  Ætlunin er að […]

Betri heilsa!!

Aðalfundur HEILAHEILLA haldinn í aðstöðu félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, með tengingu í gegnum ZOOM-forrit, í sal Einingar-Iðju Skipagötu 4. september 2021, 600 Akureyri, 4.september 2021 kl.13:00.  Fundarstörf fóru fram samkvæmt lögum félagsins og var Gísli Ólafur Pétursson, kosinn fundarstjóri.  Undir lið skýrslu stjórnar flutti formaðurinn, Þórir Stein-grímsson, stutt yfirgrip yfir starfsemi félagsins 2020 […]

Þið verðið sótt!

Nú standa yfir tökur kvikmyndafyrirtækisins EPOS ehf. á heilablóðfallinu fyrir HEILAHEILL og um viðbrögð Neyðarlínunnar, sjúkrabifreiða og þyrlu vegna útkalls á slaginu.Tíminn er naumur!Í myndinni kemur fram hvernig einstaklingur sem er staddur á víðavangi og hefur heila-appið í snjallsíma sínum, bregst við þegar hann kennir sér fyrstu einkenni heilablóðfallsins, m.a. málstol og getur þar af […]

Fræðslumynd um slagið.

Nú standa yfir tökur á fræðslukvikmynd um slagið fyrir HEILAHEILL.  Þessi kvikmynd er ætluð fyrir sjónvarp og verður frumsýnd í tengslum við “Slagdaginn”, 29. október 2021, sem er alþjóða-dagur heilablóðfallsins (World Stroke Day).  Er hún gerð í því skyni að fræða landsmenn um hvernig hægt er að koma í veg fyrir frekara skaða vegna slags, […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur