Fimmtudaginn 28. maí tóku þau Þórunn Hanna Halldórsdóttir, yfirtalmeinafræðingur, Baldur Kristjánsson stjórnarmaður og Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA þátt í stjórnar-fjarfundi NORDISK AFASIRÅD í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Tengdist fundurinn til Færeyja, Noregs, Svíþjóðar og Finnlands og rætt var um stöðu félaga málstolssjúklinga á Norðurlöndum. Fyrir fundinum lá fyrir að Ísland veitti ráðinu forystu […]
Afar áhugaverðar umræður fóru fram á fjarfundi HEILAHEILLA, í samkomubanninu, þar sem sérstakur gestur var Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir, HVEST (Heilbrigðisstofnun Vestfjarða). Sat hún fyrir svörum og greindi frá stöðu þeirra er fá heilalóðfall í hennar umdæmi. Var hún sammála fagaðilum að það nýja verklag, er væri hafið innan heilbrigðiskerfisins, um segaleysandi meðferð og blóðsegabrottnám […]
Þar sem heimsfaraldurinn Covid-19 gengur yfir heimsbyggðina um þessar mundir og bönnin eru allt frá takmörkuðu samkomubanni til útgöngubanns, – þá er einsýnt að hlé verður á fundarhöldum í félaginu og þau verða ekki með sama hætti og áður. Félagar í Heilaheill eru háðir sem stendur 20 manna samkomubanni og ekki er sýnt að því […]
Nú getum við tekið stóru tappana og það eru þessir stóru tappar sem að skipta máli og þá skiptir máli að við komum fólki suður eins hratt og við getum,“ segir Súsanna Björg Ástvaldsdóttir, yfirlæknir heilsugæslu hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Fjallað var um þetta breitta verklag við greiningu og meðferð heilablóðfalla í Landanum. Sækja stóru blóðtappana […]
Mjög góður fundur var hjá HEILLARÁÐINU föstudaginn 6. mars s.l. í húsakynnum félagsins, þar sem þau Kolbrún Stefánsdóttir, Bryndís Bragadóttir, Bergþóra Annasdóttir, Lilja Stefánsdóttir, Birgir Henningsson, Páll Árdal og Þórir Steingrímsson fóru yfir starfsemi og stöðu félagsins. Þessa starfsemi er hægt að sjá á heimasíðunni, m.a. undir hnappnum “Félagið”. Með þessum hætti er verið að […]
Aðalfundur HEILAHEILLA var haldinn laugardaginn 29. febrúar s.l. Í Reykjavík og samtímis með beintengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureyri við góða aðsókn á báðum stöðum. Gísli Óli Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson, ritari stjórnar, ritari fundarins. Farið var í gegnum lögbundna dagskrá aðalfundar og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, stutta skýrslu […]
Laugardaginn 29. febrúar kl.13.00 Sigtúni 42, 105 Reykjavík og með beintengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, Akureyri 2.h. (lyfta) SKÝRSLA STJÓRNAR ÁRSREIKNINGAR 2019 Dagskrá aðalfundar: Skýrsla stjórnar félagsins. Framlagðir endurskoðaðir reikningar til samþykktar. Lagabreytingatillögur bornar upp til afgreiðslu. Kosning stjórnar. Kosning 2ja skoðunarmanna reikninga. Fjárhagsáætlun borin upp til samþykktar. Kosning fulltrúa og talsmanna félagsins í […]
Rekstrarreikningur ársins 2019 Rekstrarekjur: Skýr.: 2019 2018 Ríkissjóður styrkur 1.500.000 2.376.500 Öryrkjabandalagið 3.651.163 2.800.000 Styrktarlínur-slagorð 2.603.500 2.731.500 Ýmsar tekjur 1 592.661 996.002 Tekjur alls: 8.347.324 8.904.002 Rekstrargjöld: Húsaleiga 599.065 583.091 Kostnaður v. Heimasíður og skrifstofuhalds 2 2.712.197 2.725.821 Sími og tölvukostnaður 282.411 166.391 Kostnaður vegna fjáröflunar 1.177.260 1.177.260 Burðarkostnaður 294.402 148.774 Útgáfa blaðs 1.259.556 1.364.732 […]
Hinn venjubundni “laugardagsfundur” HEILAHEILLA var haldinn 1. nóvember s.l. í fundaraðstöðu félagsins að Sigtúni 42, Reykjavík. Að þessu sinni heimsótti Ástrós Sverrisdóttir, hjúkrunarfræðingur, verkefnastjóri vísindarannsókna í taugalækningum á LSH og ræddi við fundarmenn um “Arfgenga heilablæðingu”, – eftir að formaðurinn, Þórir Steingrímsson, fór yfir stöðu félagsins. Eftir það tók Albert Ingason, þúsundþjalasmiður og velunnari HEILAHEILLA […]
Miðvikudaginn 8. jan. 2020 fékk Heilaheill samfélagsstyrk Norðurorku 2020 til kynningar á appi á starfssvæði fyrirtækisins. Síðasta ár hafa Þórir Steingrímsson, Baldur Benedikt Ermenrekur Kristjánsson og Páll Hallfreður Árdal ferðast víða um land. Fóru þeir til m.a. Húsavíkur, Akureyrar, Dalvíkur, Siglufjarðar og Sauðárkróks. Einnig um Vestfirði, Vesturland, Suðurland og á Austfirði, og kynnt app sem […]