Aðalfundur Öryrkjabandalags Íslands var haldinn föstudaginn 5. október 2018, kl. 16.00-20.00 og laugardaginn 6. október kl. 10.00-17.00 á Hilton Reykjavik Nordica, Suðurlandsbraut 2, Reykjavík. Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Páll Árdal, gjaldkeri, voru fulltrúar félagsins á þessum fundi og mikill hugur var í félagsmönnum er tóku til máls og var það rómur á vel hafi til […]
Nokkuð áhugaverðar framfarir eru að verða í heilbrigðiskerfinu hér á landi er, varðar nýtt verklag í móttöku heilaslags, tímasetningu undir alþjóðaviðmiðuninni ““door-to-needle”, – eða “frá-áfalli-til-læknis”! Er mjög áríðandi að gripið sé tímanlega inn í þegar einstaklingurinn verður var við fyrstu einkenni heilablóðfalls. Því fyrr sem einstaklingurinn kemst undir læknishendur, því minni hætta á varanlegum heilaskaða. […]
Þau Þórir Steingrímsson, Anna Sveinbjarnardóttir og Gísli Geirsson frá HEILAHEILL stóðu vaktina á alþjóðalega hjartadeginum fyrir maraþonhlaupið á Kópavogsvelli og göngugarpana við gömlu rafstöðina í Elliðaárdal og vöktu athygli þátttakenda á að hjartagalli gæti leitt til slags (heilablóðfalls), – jafnvel dauða! HEILAHEILL hefur á undanförnum árum verið í samstarfi við Hjartaheill og Hjartavernd, er hefur […]
Alþjóðlegi hjartadagurinn er haldinn 29. september ár hvert en það er Alþjóðahjartasambandið (World Heart Federation) sem hvetur aðildarfélög sín um allan heim til að halda upp á Hjartadaginn. Á Íslandi sameinast Hjartavernd, Hjartaheill, Neistinn og Heilaheill Í ár er lögð áhersla á að fólk hugsi um sitt eigið hjarta og ástvina sinna, „hjartað mitt og […]
Blásið til sóknar á haustmánuðum af fagaðilum um fyrirhugaða vinnustofu fulltrúum allra heilbrigðisumdæma á landsbyggðinni um heilablóðfallið! Eins og áður hefur komið fram hér á heimasíðunni hafa fulltrúar HEILAHEILLA farið um landsbyggðina fyrr á messu ári og kynnt þessi áform sem eru að sjá dagsins ljós! Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir segir að nú […]
Á 1. Laugardagsfundi HEILAHEILLA 1. september 2018 heimsótti Eyþór Árnason, ljóðskáld, leikari og jafnframt sviðsstjóri Hörpunnar gesti og las úr verkum sínum, m.a. um vitavörðinn í Öxnadal, Jónas Hallgrímsson o.fl.. Eftir skýrslu formannsins, Þóris Steingrímssonar, ræddi Eyþór við fundarmenn og sló á létta strengi. Þessi fyrst fundur var vel sóttur og margar fyrirspurnir voru bornar […]
Nú fer vetrarstarfið að byrja og er tilhlökkunarefni að sjá hvernig menn koma undan sumrinu. Félaginu hefur vegnað vel, bæði innan sem utan, úti á landi og í Reykjavík og á Akureyri. Fjárhagsstaðan er góð og það er í góðu samstarfi við alla aðila, heilsugæsluna, Landspítalann, ráðuneytin, SAK, Kristnes, Reykjalund, o.s.frv.! Nú skulu menn vakna að […]
Talið er að u.þ.b. 36% af þeim er fá heilablóðfall hér á landi megi rekja til gáttatifs, óreglulegs hjartsláttar (Atrial Fibrillation). Föstudaginn 22. júní s.l. funduðu talsmenn “HHH-hópsins” þ.e. vinnuheiti fulltrúa Hjartaheilla, HEILAHEILLA og Hjartaverndar, – þau Þórir Steingrímsson, Anna Sveinbjarnardóttir frá HEILAHEILL, Jóhanna Eyrún Sverrisdóttir, frá Hjartavernd og Valgerður Hermannsóttir frá Hjartaheill, í tilefni […]
Heilaheill er sambærilegt sjúklingafélag miðað við önnur félög slagþolenda á Evrópusvæðinu, en þau Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Kolbrún Stefánsdóttir stjórnarmaður voru á svæðisbundinni ráðstefnu SAFE (www.safestroke.eu) í Madrid 7. júní 2018 könnuðu stöðu Íslands í þeim efnum! Við erum engir eftirbátar í mörgum málefnum er samtökin standa fyrir, – en þrátt fyrir allt, – […]
Fulltrúi HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson formaður, var viðstaddur ársfund Landspítalans 2018, er haldinn var miðvikudaginn 16. maí í Silfurbergi, ráðstefnusal Hörpu. Stemningin var þannig að engum dettur það í hug að aftur verði snúið með byggingu þessa sjúkrahúss á þeim stað sem stjórnvöld s.l. ár hafa ákveðið!! Heilbrigðisráðherra, Svandís Svavarsdóttir, ávarpaði fundinn, ásamt því sem […]