Sindri Már greindi frá í Morgunblaðinu í febrúar 2023, „Þetta hefur breytt mér gjörsamlega. Ég mun aldrei verða eins og ég var fyrir rúmum fjórum mánuðum,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi og aðaleigandi miðasölufyrirtækisins Tix. Sindri hefur haldið sér til hlés síðustu mánuði eftir að hann fékk heilablóðfall við komuna til landsins úr vinnuferð í Englandi. […]
Þegar ég fékk mitt heilablóðstilfelli var ég mjög heppin og það þakka ég konu minni sem tók öll völd af mér og fór með mig strax í hendur lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri , þar sem ég var lagður inn og fékk frábæra meðhöndlun á allan hátt .Þetta var í mai 2012 ég man hvað […]
Á ósköp venjulegum degi þann 16. október 2008 þegar ég var 26 ára gömul fékk ég blóðtappa. Ég var unnusta, tveggja barna móðir í námi og starfaði í grunnskóla. Ég var nýkomin heim úr vinnunni þegar ég fékk skyndilega mikið suð fyrir eyrun og ég fann hvernig ég missti máttinn á stuttum tíma. Ég rétt […]
Föstudagurinn 19. ágúst 2011 byrjaði eins og hver annar vinnudagur. Upp úr klukkan 14 sat ég við skrifborðið mitt og var ég að setja nafnið mitt á skjöl sem ég ætlaði að senda frá mér. Skyldilega fann ég hvernig hellist yfir mig máttleysi og ég gat ekki skrifað; penninn datt úr hendinni á mér. Ég […]
1990 var ég að vinna í vaktavinna á bíl í Blönduvirkjun við vorum í 10 daga úthaldi. Nótt eina, þegar ég var kominn af vakt og reyndi að sofna í vinnubúðunum, fékk ég ægilegan hausverk og kastaði upp. Ég gat ekkert unnið næsta dag. Seinni partin þann dag bað ég um það hvort einhver gæti […]
Svanur fékk heilablóðfall og er dyggur félagi í HEILAHEILL. Eftirfarandi er viðtal við hann er birtist í Tunninni í Ólafsfirði 2011: Kraftaverkið í Fjallabyggð Í Ólafsfirði býr maður sem hefur fengið þyngra verkefni í lífinu en margur annar frá almættinu. Þrátt fyrir að hafa fengið mjög alvarlegt heilablóðfall og misst þrjár dætur sínar yfir móðuna […]
Ég fékk blóðtappa þann 9. janúar 2004 og út frá því fékk ég heilablæðingu. Rétt áður en ég fékk þetta greindist ég með hjartaóreglu. En ég hafði verið með hana nokkuð lengi en það fannst ekki fyrr en rétt fyrir áramótin 2003-04. Ég var síðan sendur til hjartalæknis sem lét mig á blóðþynningu, þar sem […]
Ég var búin að vera með hausverk nokkuð lengi og tengdi það alltaf við vöðvabólgu og var því í nuddi vegna þess. Verkurinn lá frá öxl upp í auga. Ég var frá vinnu vegnahöfuðverks í 5 daga, á þeim tíma var ég búin að vera ælandi af hausverk, var búin að fá næturlækni heim sem […]
Sumarið var farið að láta á sér kræla og sálin lyfti sér til himna með síaukinni birtu. Dag einn þegar veðurspáin var óvenju hagstæð fyrir Norðurland ákváðum við að aka norður og dvelja eina helgi í húsi okkar í Hrísey. Ég hafði ekki komið í eyjuna frá því ég fékk þar heilablóðfallið tæpu ári áður. […]
Ég var búinn að finna fyrir svima og einhverri vanlíðan vikuna á undan en sinnti því ekki. Það var síðan á mánudagsmorgun, þegar ég vaknaði að ég var með höfuðkvalir, ógleði og svima. Ég ætlaði að fara fram úr rúminu en þá var ég nærri dottinn í gólfið, því mig svimaði svo mikið, ég varð […]