Sindri Már greindi frá í Morgunblaðinu í febrúar 2023, „Þetta hefur breytt mér gjörsamlega. Ég mun aldrei verða eins og ég var fyrir rúmum fjórum mánuðum,“ segir Sindri Már Finnbogason, stofnandi og aðaleigandi miðasölufyrirtækisins Tix. Sindri hefur haldið sér til hlés síðustu mánuði eftir að hann fékk heilablóðfall við komuna til landsins úr vinnuferð í Englandi. […]
Þegar ég fékk mitt heilablóðstilfelli var ég mjög heppin og það þakka ég konu minni sem tók öll völd af mér og fór með mig strax í hendur lækna á Sjúkrahúsinu á Akureyri , þar sem ég var lagður inn og fékk frábæra meðhöndlun á allan hátt .Þetta var í mai 2012 ég man hvað […]
Á ósköp venjulegum degi þann 16. október 2008 þegar ég var 26 ára gömul fékk ég blóðtappa. Ég var unnusta, tveggja barna móðir í námi og starfaði í grunnskóla. Ég var nýkomin heim úr vinnunni þegar ég fékk skyndilega mikið suð fyrir eyrun og ég fann hvernig ég missti máttinn á stuttum tíma. Ég rétt […]
Föstudagurinn 19. ágúst 2011 byrjaði eins og hver annar vinnudagur. Upp úr klukkan 14 sat ég við skrifborðið mitt og var ég að setja nafnið mitt á skjöl sem ég ætlaði að senda frá mér. Skyldilega fann ég hvernig hellist yfir mig máttleysi og ég gat ekki skrifað; penninn datt úr hendinni á mér. Ég […]
1990 var ég að vinna í vaktavinna á bíl í Blönduvirkjun við vorum í 10 daga úthaldi. Nótt eina, þegar ég var kominn af vakt og reyndi að sofna í vinnubúðunum, fékk ég ægilegan hausverk og kastaði upp. Ég gat ekkert unnið næsta dag. Seinni partin þann dag bað ég um það hvort einhver gæti […]
Svanur fékk heilablóðfall og er dyggur félagi í HEILAHEILL. Eftirfarandi er viðtal við hann er birtist í Tunninni í Ólafsfirði 2011: Kraftaverkið í Fjallabyggð Í Ólafsfirði býr maður sem hefur fengið þyngra verkefni í lífinu en margur annar frá almættinu. Þrátt fyrir að hafa fengið mjög alvarlegt heilablóðfall og misst þrjár dætur sínar yfir móðuna […]
Hér er frásögn af hetjuferli hans Magnúsar Jóels Til baka
Vorið 1997 veiktist ég af því sem reyndist síðar vera heilaslag. Ég kastaði upp í þrjá sólarhringa og mamma mín sem var að reyna að hjálpa mér eldaði bláberjasúpu og fleira til að slá á uppköstin en ekkert gekk. Að lokum ákváðum við að hringja á lækni sem kom heim og sendi mig á Bráðavaktina […]
Dagurinn byrjaði vel, við mæðgur fórum í búðarráp að kaupa okkur sólavörn ofl, við vorum að fara til Portugal eftir viku. Ég fór niður í Baðhús í leikfimi kl.17.00 eins og ég var vön að gera á mán, mið, og föstudögum. Var í miðjum tíma þegar ég lá eins og skotinn á gólfinu er mér […]
Það vill svo til að ég get þakkað núverandi staðsetningu flugvallar í Vatnsmýrinni að eiga eiginmann minn Ævar Hjartarson á lífi ennþá.Þess vegna langar mig til að segja þá sögu í von um að einhver muni átta sig á því hve völlurinn er mikilvægur hlekkur í því að bjarga mannslífum.Við erum búsett á Akureyri. Mánudaginn […]