Laugardaginn 1. október hélt HEILAHEILL sinn reglulega auglýsta félagsfund, fyrsta laugardag hvers mánaðar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt stutt erindi um stöðu félagsins í dag. Greindi hann frá samevrópsku átaki, er kallast SAP-E. HEILAHEILL tekur þar með þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), þar […]
Oft hafa margar fyrirspurnir borist félaginu um arfgengar heilablæðingar og hvernig rannsóknum miðaði. Samfélagsmiðlar félagsins hafa fjallað um þetta málefni s.l. ár og Morgunblaðið fjallaði um rannsóknir á þeim um þessar mundir sem Dr. Hákonar Hákonarsonar, sérfræðingur í lungna- og genarannsóknum á CHOP, Children’s Hospital of Philadelphia, hefur staðið fyrir að undanförnu. Fyrirtækið Arctic Therapeutics, […]
Laugardaginn 10. september 2022 kl.11:00 hófst sögulegur áfangi til samstarfs milli talmeinafræðinga og HEILAHEILLA, í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, styrkt af heilbrigðisráðuneytinu, þar sem stefnt er að því að þjálfa málstolssjúklinga eftir slag, m.a., að einstaklingar með málstol geta tekið framförum í málnotkun þó mörg ár séu frá heilaslagi; þjálfun viðmælenda, hvort sem það […]
Vetrarstarf HEILAHEILLA er hafið og félagið hélt sinn fyrsta fund laugardaginn 3. september í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengimöguleikum í gegnum fjarfundakerfið ZOOM. Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, sat fyrir svörum og greindi frá stöðu mála. Minnti hann á a.m.k. 2 einstaklingar fengju slag á dag og það færi því miður fjölgandi og næði […]
Í september fer af stað hópur fyrir fólk með málstol á vegum Heilaheilla. Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneytinu og er þróað af hópi talmeinafræðinga. Hópurinn hittist í húsnæði Heilaheilla að Sigtúni 42 á laugardögum kl.11:00-12:30. NEMA 1. október og 5. nóvember en þá er laugardagsfundur Heilaheilla á þessum tíma. Fyrsti tíminn er 10. september og […]
Fyrirbygging heilablóðfalla hjá einstaklingum í mikilli hættu Heilablóðföll eru ein stærsta lýðheilsuáskorunin og búist er við að áhrif þeirra muni aukast í framtíðinni. Klínískar rannsóknir eru mikilvægar til að finna leiðir til að fyrirbyggja heilablóðföll. Roland Veltkamp youtu.be/uk64KLOeKJg Heilablóðfall getur átt sér stað þegar truflun verður á blóðflæði til heilans, svo sem vegna blóðtappa (blóðþurrðarslag) […]
Þeir Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA og séra Baldur B. E. Kristjánsson, stjórnarmaður, héldu fyrirlestra fyrir starfsmenn Heilsuhælisins í Hveragerði 28. apríl 2022. Þar með er hafin enn og aftur herferð til að kynna fyrir landsmönnum fyrstu einkenni heilablóðfallsins, minnka alvar-legar afleiðingar þess, með skjótum viðbrögðum. Bent var á sparnaðinn fyrir samfélagið, – að slagþolinn upplifi […]
Þórir Steingímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir, funduðu með Finnboga Jakobssyni, taugasérfræð-ingi og endurhæfingalækni. Björn og Þórir eru fulltrúar evrópsku samtakanna ESO og SAFE, er gerðu með sér samkomulag 2018-2030, um átakið SAPE. Þar er kveðið á um að fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taki höndum saman er varðar heilablóðfallið og gert er […]
Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 26. mars 2022 í Sigtúni 42, Reykjavík, með beintengingu við Akureyri. Gísli Ólafur Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt E Kristjánsson ritari. Gengið var til venjubundinnar dagskrá og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, skýrslu stjórnar og gjaldkeri, Páll Árdal, lagði fram reikninga fyrir árið 2021. Var hvorutveggja samþykkt samhljóða. Margar […]