Lagt út í október!

Laugardaginn 1. október hélt HEILAHEILL sinn reglulega auglýsta félagsfund, fyrsta laugardag hvers mánaðar í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, hélt stutt erindi um stöðu félagsins í dag.  Greindi hann frá samevrópsku átaki, er kallast SAP-E.  HEILAHEILL tekur þar með þátt í sameiginlegu átaki evrópskrar aðgerðaráætlunar SAP-E, (Stroke Action Plan for Europe), þar […]

Að ná til sem flestra um arfgenga heilablæðingu!

Oft hafa margar fyrirspurnir borist félaginu um arfgengar heilablæðingar og hvernig rannsóknum miðaði.  Samfélagsmiðlar félagsins hafa fjallað um þetta málefni s.l. ár og Morgunblaðið fjallaði um rannsóknir á þeim um þessar mundir sem Dr. Hákonar Hákonarsonar, sérfræðingur í lungna- og genarannsóknum á CHOP, Children’s Hospital of Philadelphia, hefur staðið fyrir að undanförnu.  Fyrirtækið Arctic Therapeutics, […]

Tökumst á við málstolið!

Laugardaginn 10. september 2022 kl.11:00 hófst sögulegur áfangi til samstarfs milli talmeinafræðinga og HEILAHEILLA, í húsakynnum félagsins að Sigtúni 42, 105 Reykjavík, styrkt af heilbrigðisráðuneytinu, þar sem stefnt er að því að þjálfa málstolssjúklinga eftir slag, m.a., að einstaklingar með málstol geta tekið framförum í málnotkun þó mörg ár séu frá heilaslagi; þjálfun viðmælenda, hvort sem það […]

HEILAHEILL fagnar nýjum tón ÖBÍ!

Vetrarstarf HEILAHEILLA er hafið og félagið hélt sinn fyrsta fund laugardaginn 3. september í húsakynnum sínum að Sigtúni 42, Reykjavík, með nettengimöguleikum í gegnum fjarfundakerfið ZOOM.  Formaðurinn, Þórir Steingrímsson, sat fyrir svörum og greindi frá stöðu mála.  Minnti hann á a.m.k. 2 einstaklingar fengju slag á dag og það færi því miður fjölgandi og næði […]

Samtalshópar fyrir fólk með málstol

Í september fer af stað hópur fyrir fólk með málstol á vegum Heilaheilla. Verkefnið er styrkt af Heilbrigðisráðuneytinu og er þróað af hópi talmeinafræðinga. Hópurinn hittist í húsnæði Heilaheilla að Sigtúni 42 á laugardögum kl.11:00-12:30. NEMA 1. október og 5. nóvember en þá er laugardagsfundur Heilaheilla á þessum tíma. Fyrsti tíminn er 10. september og […]

Getur gáttatif valdið heilablóðfalli?

Fyrirbygging heilablóðfalla hjá einstaklingum í mikilli hættu Heilablóðföll eru ein stærsta lýðheilsuáskorunin og búist er við að áhrif þeirra muni aukast í framtíðinni. Klínískar rannsóknir eru mikilvægar til að finna leiðir til að fyrirbyggja heilablóðföll.  Roland Veltkamp  youtu.be/uk64KLOeKJg Heilablóðfall getur átt sér stað þegar truflun verður á blóðflæði til heilans, svo sem vegna blóðtappa (blóðþurrðarslag) […]

Baráttan gegn slagi heldur áfram!

Þeir Þórir Steingrímsson formaður HEILAHEILLA og séra Baldur B. E. Kristjánsson, stjórnarmaður, héldu fyrirlestra fyrir starfsmenn Heilsuhælisins í Hveragerði 28. apríl 2022.  Þar með er hafin enn og aftur herferð til að kynna fyrir landsmönnum fyrstu einkenni heilablóðfallsins, minnka alvar-legar afleiðingar þess, með skjótum viðbrögðum.  Bent var á sparnaðinn fyrir samfélagið, – að slagþolinn upplifi […]

SAP-E kynnt fyrir fleirum.

Þórir Steingímsson, formaður HEILAHEILLA og Björn Logi Þórarinsson, lyf- og taugalæknir, funduðu með Finnboga Jakobssyni, taugasérfræð-ingi og endurhæfingalækni.  Björn og Þórir eru fulltrúar evrópsku samtakanna ESO og SAFE, er gerðu með sér samkomulag 2018-2030, um átakið SAPE.  Þar er kveðið á um að fagaðilar og sjúklingar í Evrópu taki höndum saman er varðar heilablóðfallið og gert er […]

Áfram skal haldið gegn slagi!

Aðalfundur félagsins var haldinn laugardaginn 26. mars 2022 í Sigtúni 42, Reykjavík, með beintengingu við Akureyri.  Gísli Ólafur Pétursson var kosinn fundarstjóri og Baldur Benedikt E Kristjánsson ritari.  Gengið var til venjubundinnar dagskrá og flutti formaðurinn, Þórir Steingrímsson, skýrslu stjórnar og  gjaldkeri, Páll Árdal, lagði fram reikninga fyrir árið 2021.  Var hvorutveggja samþykkt samhljóða. Margar […]

Heilaheill notar vafrakökur til að bæta upplifun og greina umferð um vefinn.

Friðhelgisstillingar

Við notum vafrakökur til að skrá upplifun notenda vefsins svo við getum betur komið til móts við þá. Hér getur þú með einföldum hætti haft áhrif á þá virkni.

Vafrakökurnar hér að neðan eru nauðsynlegar svo vefurinn starfi eðlilega.

Þessi vafrakaka vistar stillingar notandans varðandi samþykki á vafrakökum á heilaheill.is
  • CookieConsent

Þessar kökur eru hluti af WordPress kerfinu.

  • wordpress_test_cookie
  • wordpress_logged_in_
  • wordpress_sec

Hafna öllum vafrakökum
Samþykkja allar vafrakökur