Ný stjórn horfir fram á veginn, – að vinna gegn fjölgun heilablóðfalla! Aðalfundur HEILAHEILLA fór fram í húsakynnum félagsins laugardaginn 24. febrúar 2024 í Sigtúni 42, 105 Reykjavík, með nettengingu í sal Einingar-Iðju Skipagötu 14, 600 Akureyri. Þórir Steingrímsson, fráfarandi formaður setti fundinn og stakk upp á Pétri Bjarnasyni sem fundarstjóra og Sædísi Þórðardóttur, sem […]
Tékkland er 13. landið í Evrópu til að samþykkja viljayfirlýsingu SAPE um aðgerðir gegn heila-blóðfalli í Evrópu til 2030 er færir landið enn einu skrefi nær því að tryggja hæstu gæðaþjónustu, öryggi og stuðning við slagþola. Hér á landi er gæði þjónustu á bráðastigi góð, en mætti þó gera betur öðrum sviðum, s.s. félagslegum þáttum, […]
Á Akureyri tóku félagar Heilaheilla, þar á meðal Sigríður Sólveig Stefánsdóttir, Páll Hallfreður Árdal o.fl., á móti gestum og gangandi á Glerártorgi á alþjóðadegi heilaslagsins 29. október 2023, með blóðþrýstingsmælingum o.fl.. Það sama gerðu félagarnir Gísli Geirsson og Gurli Geirsson í Kringlunni, Reykjavík. Fólk kom einnig á fyrirlestrarfund í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins, þar sem þeir Þórir […]
Þriðjudaginn 3. október 2023 héldu félagar HEILAHEILLA þeir Þórir Steingrímsson formaður og Sindri Már Finnbogason, framkvæmdastjóri, fyrirlestra fyrir fjölda manns og var streymt til félagsmanna á vegum U3A, sem er háskóli þriðja æviskeiðsins. Með orðinu háskóli er átt við upprunalegu merkingu orðsins sem er hópur fólks sem vill helga tíma sinn því að fræðast og […]
Áhugasamir fundarmenn voru á kynningu HEILAHEILLA í Borgarnesi á heilablóðfallinu, miðvikudaginn 27. september 2023. Eftir að formaður félagsins, Þórir Steingrímsson, hélt stutta innleiðingu um stöðu félagsins í samfélaginu og hvaða hlutverki það gegnir í samskiptum sínum við almenning og stjórnvöld. Lagði hann jarnframt áherslu á að félagið tæki þátt í evrópskri aðgerðaráætlun um slagið, SAPE […]
Frjósamar og merkar umræður voru á 1. undirbúnings-fundi SAP-E hér á landi á Landspítalanum 27. júní 2023. Þennan fund sátu Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfinga-sjúklinga, Dr. Anna Bryndís Einarsdóttir, taugalæknir og nýráðinn yfirmaður B-2, Björn Logi Þórarinsson lyf- og taugalæknir og Finnbogi Jakobsson, taugalæknir á Grensásdeild f.h. fagaðila og […]
Grensásdeild er ekki bara stofun,- heldur er hún það fólk, sem þar vinnur! Þeir heila-blóðfallssjúklingar er þar hafa verið í endurhæfingu eftir afleiðingar slags, eiga mikið að þakka því starfsfólki er þar vinnur! Byggt á þekkingu og reynslu í hálfa öld! Langt mál yrði að rekja sögu deildarinnar, en endrum og eins hefur starfsemin hennar […]
Að venju var laugardags-fundur HEILAHEILLA haldinn, nú 1. apríl, þá í nýrri og endurbyggðri aðstöðu félagsins í húsa-kynnum “Réttindasam-takanna ÖBÍ”, – og sendur út á “netinu”, var sannanlega ekkert “aprílgabb”! Eftir stuttann inngangspstil formannsins, Þóris Steingrímssonar, hélt Dr. Marianne E. Klinke forstöðumaður fræðasviðs í hjúkrun tauga- og taugaendurhæfingasjúklinga erindi um ANGELS-átakið hér á landi, en […]
Því miður er fylgni milli fjölda heilablóðfalla og aukinni velferð í Evrópu. Áætlað er að um 2 einstaklingar fái heilablóðfall á dag hér á landi, sem er um 0,18 % af 387.758 skráðum íbúum. Formaður HEILAHEILLA, Þórir Steingrímsson, sat ráðstefnu í Riga, Lettland 2023 21-23 mars s.l. á vegum SAPE sem er samevrópskt frumkvæði ESO og SAFE um […]
Þeir Þórir Steingrímsson, formaður HEILAHEILLA og Finnbogi Jakobsson, tugalæknir sátu u.þ.b. 200 manna ráðstefnu SAFE (Stroke Alliance For Europe) frá 47 Evrópuríkjum, í Barcelona, Catalóníu, Spáni, 9. mars sl.. Þarna komu fram margir fyrirlesarar, m.a. frá Írlandi, Skotlandi, Englandi og vöktu athygli, þar sem þeir sjálfir höfðu fengið heilablóðfall og greindu frá athyglisverðum og vísindalegum niðurstöðum […]










